en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4615

Title: 
  • Title is in Icelandic Samskipti aðstandenda og starfsfólks á hjúkrunarheimilum: Að dansa í takt
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða samskipti aðstandenda og starfsfólks á hjúkrunarheimilum. Í rannsókninni voru athugaðar leiðir sem geta ýtt undir farsæla samvinnu og nánari samskipti aðstandenda og starfsfólks á hjúkrunarheimilum.
    Um er að ræða túlkandi fyrirbærafræðilega rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sex aðstandendur sem áttu maka eða foreldri sem bjuggu á hjúkrunarheimili og þrjá starfsmenn sem unnu á hjúkrunardeild og höfðu langa reynslu af umönnun aldraðra og samskiptum við aðstandendur þeirra.
    Niðurstöðum rannsóknarinnar er skipt niður í fimm meginþemu eða kafla. Aðdragandi flutnings, hlutverk ættingja, upplýsingagjöf og boðleiðir, gagnsemi fjölskyldufunda og sjónarhorn starfsfólks.
    Aðstandendur voru flestir búnir að leggja mikið á sig til að aðstoða hinn aldraða við að búa heima en þeir höfðu óljósar væntingar fyrirfram til heimilisins. Hlutverk aðstandenda á hjúkrunarheimilinu var að vera gæðastjórar yfir umönnun hins aldraða. Það gekk misjafnlega að ná fram breytingum og upplifðu sumir ættingjar neikvæð samskipti og áhugaleysi hjá starfsfólki. Þegar upplýsingagjöf og boðleiðum var ábótavant gat það valdið gremju og óöryggi hjá aðstandendum.
    Starfsfólk og aðstandendur voru sammála um gagnsemi fjölskyldufunda ef þeir voru haldnir á fyrirfram ákveðnum tímum, tilgangur þeirra ljós og ekki sérstaklega boðað til þeirra þegar vandamál komu upp. Starfsfólk taldi ættingja sitja uppi með spurningar sem ekki hafði verið svarað þar sem þeir vildu ekki vera til vandræða eða að íþyngja starfsfólkinu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hægt sé að bæta samskipti og samvinnu aðstandenda og starfsfólks meðal annars með betri upplýsingagjöf, fræðslu og markvissari fjölskyldufundum.

Accepted: 
  • Mar 31, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4615


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Soffia_Egilsdottir.pdf489.44 kBOpenHeildartextiPDFView/Open