Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46164
Í þessari heimildaritgerð verður fjallað um áfallamiðaða nálgun í meðferð við vímuefnaröskun. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort það sé verið að nota áfallamiðaða nálgun í meðferðum hér á landi og hver ávinningurinn er af því að nota áfallamiðaða nálgun. Í fræðilegri umfjöllun ritgerðarinnar verður hugtakið vímuefnaröskun skilgreint ásamt því að fjalla um greiningarviðmið DSM 5 og ICD 11. Einnig verða hugtökin áfall og áfallastreituröskun skilgreind sem og að fjalla um rannsóknir sem hafa verið gerðar á áföllum og erfiðri reynslu í bernsku. Þá verður hugtakið seigla skilgreint. Fjallað verður um áfallamiðaða nálgun sem og um áfallamiðaðar meðferðir eins og Augnhreyfingaónæmi og endurvinnsla (EMDR), Hugræna atferlismeðferð (HAM) og Samkenndamiðaða meðferð (CFT). Kenningar sem verða skoðaðar eru félagsnámskenning, tengslakenning og áfallakenning. Þá verður farið yfir þær meðferðarstofnanir sem bjóða upp á meðferð við vímuefnaröskun hér á landi og sjálfshjálparleiðir sem AA samtökin bjóða upp á. Fjallað verður um félagsráðgjöf og mikilvægi vinnu félagsráðgjafa inn á meðferðarstofnunum. Rannsóknarspurningarnar eru: Er verið að nota áfallamiðaða nálgun í vímuefnameðferð hér á landi? Hefur áfallamiðuð nálgun í vímuefnameðferð áhrif á meðferðarheldni og batalíkur? Niðurstöður benda til þess að flestar meðferðarstofnanir hér á landi bjóða upp á áfallamiðaða nálgun í sínu starfi og rannsóknir benda til þess að áfallamiðuð nálgun hefur áhrif á meðferðarheldni skjólstæðinga og auki jafnframt batalíkur þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Helena Gísladóttir BA ritgerð .pdf | 583.01 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Helena Gísladóttir skemman yfirlýsing.pdf | 19.59 kB | Lokaður | Yfirlýsing |