is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4617

Titill: 
  • Sérstök börn í skólum án aðgreiningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða þá starfsemi sem fram fer í sérdeildum grunnskólans og varpa ljósi á þá sérhæfingu sem sérdeildir tileinka sér í kennslu og námsgögnum fyrir börn með mismunandi fötlun og námsörðugleika. Athyglinni er þó sérstaklega beint að því hversu mörg börn hafa fengið sérkennslu af einu og öðru tagi. Árið 2005 reyndust um 3,100 nemendur eða um 21% nemenda í Reykjavík hafa fengið sérkennslu á rúmlega þriggja mánaða tímabili (Sigurbjörg J. Helgadóttir og fl., 2006). Gera má ráð fyrir að slíkt prósentuhlutfall sé svipað á öðrum stöðum á landinu. Markmiðið með rannsókninni er einnig að fjalla um og skoða sérkennslu í ljósi þeirrar hugmyndafræði sem liggur að baki lögum, reglugerðum, aðalnámskrá og þeim alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að. Einnig verður fjallað um sérdeildirnar og almenna bekkjarkennslu og hvaða félagslegu áhrif það gæti haft fyrir nemendur sérdeildana að yfirfæra kennslu þeirra sem byggir á sérhæfðu námsefni inn í almenna bekkjarkennslu.
    Inn í þessa rannsókn fléttast síðan fræðilegi hlutinn um börn með námsörðugleika og börn sem glíma við ýmsa fötlun, hömlun eða skerðingu og þurfa sérhæfðar lausnir. Einnig er markmiðið að skoða sérkennslu í skóla án aðgreiningar. Auk þess verður rannsakað hvaða kosti og möguleika einstaklingsnámskrá gefur nemendum, foreldrum og kennurum og spurt: Eftir hverju er farið við gerð einstaklingsnámskráa og hvernig námsmat hefur áhrif á markmið þeirra?
    Í þessu samhengi voru tvær sérdeildir skoðaðar og fór rannsóknin fram með viðtölum og vettvangsathugunum. Hef ég kosið að gefa sérdeildunum dulnefni og mun fyrri sérdeildin sem ég heimsótti verða kölluð Vitatorg og seinni sérdeildin verður kölluð Ljósatorg.

Samþykkt: 
  • 6.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4617


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sérstök börn í skólum án aðgreiningar pdf.pdf392.65 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna