is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46170

Titill: 
 • Afskráning hlutabréfa af skipulegum markaði : reglur, framkvæmd og afleiðingar afskráningar með tilliti til hagsmuna fjárfesta og trúverðugleika markaðarins.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Afskráning hlutabréfa af skipulegum markaði: Reglur, framkvæmd og afleiðingar afskráningar með tilliti til hagsmuna fjárfesta og trúverðugleika markaðarins.
  Afskráning hlutabréfa af skipulegum markaði getur verið mikið inngrip fyrir félag og hluthafa þess. Við afskráningu tapast ákveðin réttindi fyrir hluthafa. Að því sögðu er mikilvægt að ferli afskráningar sé gert með réttum hætti og viðeigandi reglum og viðmiðum fylgt eftir. Reglur um afskráningu hlutabréfa af skipulegum markaði á Íslandi er að finna í lögum nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga og Nordic Main Market Rulebook for Issuers of Shares (reglubók Nasdaq)
  Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á það hvað þurfi til svo hægt sé að fallast á að afskráning leiði ekki til verulegs tjóns fyrir fjárfesta eða hafi neikvæð áhrif á trúverðugleika markaðarins. Að því sögðu er fjallað um í ritgerðinni þegar afskráning á sér stað að frumkvæði kauphallar annars vegar og að frumkvæði félags hinsvegar. Þær reglur sem gilda um Kauphöll Íslands sérstaklega er að finna í viðauka C í reglubók Nasdaq.
  Niðurstöður ritgerðarinnar eru að afskráning telst ekki líkleg að valda fjárfestum verulegu tjóni eða neikvæðum áhrifum á trúverðugleika markaðarins ef ferli afskráningar fer eftir viðmiðum sem Kauphöll Íslands hefur sett í 13. gr. viðauka C. Þau viðmið sem horft er til eru, 90% samþykki hluthafa fyrir tillögu um afskráningu, tillaga um afskráningu hefur komið fram í fundarboði og afleiðingar afskráningar skýrðar og að lokum að hluthöfum er boðið sanngjarnt endurgjald fyrir hlutabréf sín áður en afskráning er framkvæmd. Þá hefur framkvæmd kauphallar sýnt að við mat á neikvæðum áhrifum afskráningar á trúverðugleika markaðarins, er horft til þess hvort félag uppfylli skilyrði sem sett eru fyrir töku hlutabréfa til viðskipta. Álykta má af því að ef félag er skráð á markað og það uppfyllir ekki skilyrði markaðarins þá gæti það haft áhrif á trúverðugleika viðkomandi markaðar.

Samþykkt: 
 • 11.1.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/46170


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð FINAL 1 - Hafþór Pétursson.pdf1.48 MBLokaður til...10.08.2024HeildartextiPDF
hafthor beidni.pdf394.39 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna