is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46175

Titill: 
 • "Almenna reglan er að auglýsa"
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Megintilgangur þessarar ritgerðar er að svara hvort það sé meginregla að íslenskum rétti að auglýsa eigi opinber störf og þá hvort og hvenær megi víkja frá þeirri meginreglu og þá að hvaða skilyrðum uppfylltum. Í öðrum kafla er umfjöllun um stjórnvaldsákvarðanir, hvað þær eru og ráðningar í opinber störf. Í þriðja kafla er almenn umfjöllun um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hver munurinn er á embættismönnum og almennum starfsmönnum ríkisins. Í fjórða kafla er meginumfjöllun ritgerðarinnar, þ.e. um auglýsingaskyldu og undantekningar frá henni. Í fimmta kafla er svo komið inn á erlenda framkvæmd og meðal annars farið í samanburð á reglum um auglýsingaskyldu við íslenskar reglur.
  Af umfjöllun í ritgerðinni er dregin sú ályktun að það sé meginregla að auglýsa eigi opinber störf og embætti og undantekningar frá henni eigi að túlka þröngt. Hins vegar er það algengara, sérstaklega á síðari árum, að farið sé gegn þessari meginreglu og ráðið í störf eða skipað í embætti án auglýsingar. Sé ráðið í starf eða skipað í embætti án auglýsingar á grundvelli lögmætra undantekningaratriða er það ekki umhugsunarefni. Á hinn bóginn má gagnrýna að það fari gegn jafnræðissjónarmiði sem stefnt var að með starfsmannalögum þegar komið er í veg fyrir að þeir sem kunna að hafa áhuga á starfi eða embætti geti sótt um það. Til að koma í veg fyrir misnotkun á undanþáguákvæðum auglýsingaskyldunnar þarf að öllum líkindum laga- og reglubreytingar. Við þessu hefur löggjafinn brugðist og lagt fram tvö aðskilin frumvörp sem bæði snúa að breytingum á ákvæðum um undantekningar frá auglýsingaskyldu í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this thesis is to answer whether it is a general principle in Icelandic law to advertise vacant civil service posts and other jobs and if and when exceptions from that principle are allowed and on what condition. In the second chapter amongst other things employment of civil service posts are examined. In the third chapter there is general discussion on The Government Employees Act and what the difference is between civil servants and other jobs. In the fourth chapter the discussion centers on advertisement of vacant civil service posts and other jobs and exceptions from it. In the fifth chapter foreign regulation is examined and amongst other things a comparison is made between regulations on the advertisement of civil service posts and other jobs in foreign countries to Iceland.
  It is concluded that it is a general principle to advertise civil service posts and other jobs and that exceptions from that principle should be interpreted narrowly. On the other hand, in recent years, it is more common, to make exceptions from that general principle and that people are hired into civil service posts and other jobs without advertising. If a person is hired into a job without advertisement on the basis of a legitimate exception, it is not a matter of concern. On the other hand it can be criticized that it goes against the principle of equality aimed at by the Government Employees Act when it prevents those who may be interested in a job from applying for it. Legal and regulatory changes are required to prevent abuse of exemption clauses of this general principle. The legislator has reacted to this and submitted two separate bills, both of which are about changes on the provisions on exceptions from the advertising obligation.

Samþykkt: 
 • 11.1.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/46175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLritgerddthlLOKALOKA2.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna