is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46178

Titill: 
 • Greiðsluþrot sveitarfélaga : staða greiðsluþrota sveitarfélaga borin saman við stöðu hlutafélaga með hliðsjón af reglum gjaldþrotaskiparéttar og fullnusturéttarfars
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Greiðsluþrot sveitarfélaga: Staða greiðsluþrota sveitarfélaga borin saman við stöðu hlutafélaga með hliðsjón af reglum gjaldþrotaskiparéttar og fullnusturéttarfars
  Líkt og nafnið ber með sér þá fjallar ritgerðin um greiðsluþrot sveitarfélaga en geysimörg sveitarfélög á Íslandi glíma við fjárhagserfiðleika að einhverju tagi. Megintilgangur ritgerðarinnar er að leitast svara við hverjar afleiðingar greiðsluþrots sveitarfélaga séu. Jafnframt er kannað hvort líkindi séu meðal gjaldþrota hlutafélaga og greiðsluþrota sveitarfélaga.
  Fjármál sveitarfélags hvílir á herðum sveitarstjórnar en sveitarstjórn ber að tryggja að ákvæðum sveitarstjórnarlaga um fjármál sveitarfélaga sé fylgt í hvevetna. Að auki ber sveitarstjórn að tilkynna til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga komist sveitarfélagið í fjárþröng svo hægt sé að stíga inn í og koma fjárhag sveitarfélagsins aftur á rétt mið. Í ritgerðinni er farið ítarlega yfir fjármálareglur VII. kafla núgildandi sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 en þeim er ætlað að koma í veg fyrir að sveitarfélög lendi í greiðsluþroti. Einnig er farið vel yfir hlutverk eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga en nefndin gegnir áríðandi hlutverki lendi sveitarfélag í greiðsluörðugleikum. Séu aðstæður með þeim hætti að sveitarstjórn hefur vanrækt skyldur sínar samkvæmt sveitarstjórnarlögum ítrekað og verulega getur ráðherra að fenginni tillögu eftirlitsnefndar svipt sveitarstjórn fjárforráðum sveitarfélags og skipað því fjárhaldsstjórn. Á Íslandi hefur einungis tvisvar sinnum verið skipuð fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélagi. Vel verður farið yfir þau úrræði sem fjárhaldsstjórn getur gripið til við störf sín en að auki er fjallað um þá sérstöku sem sveitarfélög njóta, en bú sveitarfélaga verður ekki tekið til gjaldþrotaskipta. Sömuleiðis verður ekki gert aðför í þeim eignum sveitarfélaga sem eru nauðsynlegar til framkvæmda á lögboðnum verkefnum.
  Gerð er ítarlega grein fyrir hlutafélögum almennt vegna samanburðar sveitarfélaga við hlutafélög þegar kemur að reglum gjaldþrotaréttar og fullnusturéttarfars vegna greiðsluþrots og gjaldþrotaskipta. Við fjárhagserfiðleika og greiðsluþrot sveitarfélaga liggja margvíslegir hagsmunir íbúa sveitarfélagsins undir. Aftur á móti eru hagsmunir hluthafa í gjaldþrota hlutafélagi að mestu fjárhagslegir. Bæði íbúar sveitarfélaga og hluthafar hlutafélaga gera kröfur til stjórna beggja aðila um faglega fjármálastjórnun vegna þeirra undirliggjandi hagsmuna.
  Helstu niðurstöðu ritgerðarinnar eru þær af afleiðingar greiðsluþrots sveitarfélags liggur að mestu á herðum íbúa sveitarfélagsins vegna hækkun ýmissa gjalda og skerðingu á þjónustu. Mikil líkindi eru meðal aðgerða fjárhaldsstjórnar og gjaldþrota hlutafélags og þeirra aðgerða sem oft eru framkvæmdar áður en til gjaldþrotaskipta kemur, enda fara aðgerðir fjárhaldsstjórnar að mestu eftir reglum laga um gjaldþrotaskipta o.fl. nr. 21/1991. Ábyrgð sveitarstjórnamanna á greiðsluþroti sveitarfélaga er einungis pólitísk en stjórnarmenn hlutafélaga geta sætt bótaábyrgð gefi þeir ekki félag upp til gjaldþrotaskipta þegar svo ber á.

Samþykkt: 
 • 11.1.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/46178


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLritgerð_KolbrúnÝr.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna