Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46180
Samgöngur eru eitt mikilvægasta úrlausnarefni borgarsamfélaga sem stjórnvöld takast á um og þar er Reykjavík engin undantekning. Í Reykjavík hefur lengi verið deilt um samgöngur og uppi eru ólíkar hugmyndir um hvort leggja skuli meiri áherslu á almenningssamgöngur eða einkasamgöngur. Þrátt fyrir það hefur fjölmiðlaumfjöllun um samgöngur lítið verið rannsökuð hérlendis. Því er vert að rannsaka hvernig afstaða stjórnmálaflokka í Reykjavík í samgöngumálum, nánar tiltekið gagnvart Borgarlínunni og samgöngusáttmálanum, birtist kjósendum í fjölmiðlum. Í þessar rannsókn er rýnt í umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 2018 og 2022 og aðdraganda þess að ritað var undir samgöngusáttmálann árið 2019. Niðurstöður innihaldsgreiningarinnar benda til þess að umfjöllun fjölmiðla beinist langmest að tveimur stærstu flokkunum sem bjóða fram til borgarstjórnar og allra helst á afstöðu leiðtoga þeirra. Þessi tveir flokkar eru Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sem eru hvor á sínum endanum í afstöðu sinni gagnvart þessum málaflokki. Einnig er velt upp þeirri spurningu hvort fjölmiðlar hafi áhrif á það hvernig þessi afstaða stjórnmálaflokkanna birtist kjósendum. Þótt erfitt sé að fullyrða um slíkt eru merki þess í niðurstöðum þessarar rannsóknar. Þar má helst nefna mikinn áhuga fjölmiðla á fjármálum en algengara var að fjölmiðlar legðu áherslu á fjárhagsmál í tengslum við Borgarlínu og samgöngusáttmálann en Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Samfylkingarinnar. Þannig virðast fjölmiðlar geta haft áhrif á það hvernig afstaða stjórnmálaflokka birtist kjósendum en þó aðeins varðandi samhengi afstöðunnar en ekki afstöðuna sjálfa.
Transportation is one of the most important issues that local governments deal with and Reykjavík is no exception. In Reykjavík, there has long been a debate concerning transportation and there is a difference of opinion whether the focus should be on public or private transportation. Despite the fact that the topic has been hotly debated there is scarcity in research concerning media coverage of transportation in Iceland. It is therefore important to investigate how the position of political parties in Reykjavík on transportation, more specifically towards the Borgarlína BRT and the Transport Treaty (samgöngusáttmálinn), is presented to voters in the media. In this dissertation, a content analysis was conducted where media coverage in the run-up to the 2018 and 2022 municipality election, and the signing of the to the Transport Treaty, was analyzed. Results indicate that the media coverage of the political parties' stance on the Borgarlína BRT and the Transport Treaty is focused on the two largest parties running for the city council, and above all, on the stance of its leaders. These two parties are the Independence Party and the Social Democratic Alliance, which are at opposite ends of the spectrum when it comes to their stance towardes the Borgarlína BRT and the Transport Treaty. This dissertation also raises the question of whether the media influences how this position of the political parties is presented to voters. Although it is difficult to illustrate this fully there are signs of this in the results. It was more common for the media to focus on financial matters in relation to the Borgarlína BRT and the Transport Treaty compared to how Dagur B. Eggertsson, the leader of the Social Democratic Alliance in Reykjavík, discussed the topics. In this way, the media seems to be able to influence the way in which the position of political parties appears to voters, although only with regard to the context of the position and not the position itself.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð - Sindri Freyr Ásgeirsson.pdf | 1,39 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
b.pdf | 419,05 kB | Lokaður | Yfirlýsing |