Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46188
Meginmarkmið ritgerðarinnar er að kanna hver skilyrði beinna aðfarargerða eru samkvæmt gildandi rétti. Beinar aðfarargerðir ganga út á að vinna bug á því, að manni sé með ólögmætum hætti aftrað að neyta réttinda sinna. Þau réttindi sem hægt er að ná fram með beinni aðför eru annars vegar umráð yfir fasteign og hins vegar umráð yfir einhverju öðru áþreifanlegu. Meginskilyrði gerðanna er að kröfuhafi, sem þá nefnist gerðarbeiðandi, geti sannað rétt sinn með sýnilegum sönnunargögnum og aðilaskýrslum. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru sem hér greinir: Í fyrsta lagi þurfa beinar aðfarargerðir að uppfylla ákveðin formleg skilyrði samkvæmt lögum um aðför nr. 90/1989 („AFL“) ásamt almennum skilyrðum laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Snúa þessi skilyrði meðal annars að aðild, skýrleika kröfugerðar, varnarþingsreglum og lögvörðum hagsmunum.
Í öðru lagi þurfa gerðirnar að uppfylla efnisleg skilyrði, sem snúa að því hvers efnis og eðlis krafa þarf að vera búin svo hægt sé að fullnusta henni með beinni aðför. Talið er að krafa uppfylli efnisleg skilyrði ef hægt er að fullnusta kröfunni samkvæmt aðalefni hennar. Í því felst að hægt sé að fá dómsúrlausn um skylduna auk þess sem hún verður að eiga undir 72. eða 73. gr. AFL. Að lokum þarf andlag gerðarinnar að vera nægilega sérgreint og kom þar til skoðunar hvort fjármunir gætu verið andlag beinnar aðfarargerðar. Niðurstaða var sú að engar formlegar hindranir stæðu því í vegi en dómaframkvæmd bendir til þess að það sé almennt ekki heimilt.
Í þriðja lagi þurfa gerðirnar að uppfylla réttarfarsleg skilyrði sem snúa að því hvaða kröfur eru gerðar til skýrleika þeirra réttinda sem gerðarbeiðandi byggir á. Sú umfjöllun skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn snýr að því skilyrði, að gerðarbeiðandi sýni fram á rétt sinn með takmörkuðum sönnunargögnum sem 1. mgr. 83. gr. AFL heimilar, auk þess sem leitað var svara hvenær rétt væri að víkja frá þessum takmörkunum. Niðurstaða leiddi í ljós að nokkur réttaróvissa ríkir um þetta efni.
Annar hlutinn snýr að því hvort flókið sönnunarmat eða lögskýring standi beinni aðför í vegi eða m.ö.o. hvort dómari geti synjað um gerð ef leysa þarf úr flóknum sönnunaratriðum eða túlkun lagaákvæða. Niðurstaða var sú að svo er ekki.
Þriðji hlutinn snýr að því hvenær varhugavert sé að láta gerð ná fram að ganga. Meginniðurstaða þess hluta var að varhugavert er að láta gerð ná fram að ganga, ef ekki er hægt að sýna fram á rétt gerðarbeiðanda með takmörkuðum sönnunargögnum samkvæmt 1. mgr. 83. gr.
This thesis aims to analyse the existing legal framework for direct enforcement actions. Direct enforcement addresses situations where individuals are unlawfully prevented from exercising their rights. The district judge may then issue an enforcement order under Articles 72 and 73 of the Law on Enforcement No. 90/1989 („AFL“) without the need for a prior judgment or settlement. Articles 72 and 73 impose an obligation to either surrender real estate or tangible property. The evidence status in cases of direct enforcement can be complicated, as only visible evidence and involved party reports are allowed. The key findings of the thesis are as follows: To take direct enforcement actions, certain formal conditions must be met as per the
AFL and the general conditions of the Civil Procedure Act no. 91/1991. These conditions include involvement, clarity of claims, venue rights, and legally protected interests.
Secondly, the proceedings must fulfill the material conditions, which relate to the substance and nature of the claim that must be completed, so that it can be enforced through direct enforcement. A claim is deemed to satisfy this condition if it can be enforced per its principal content. This means obtaining a court decision on the obligation subject to compliance with Article 72 or 73. of the law is possible. The specification of the subject matter of the proceedings is of utmost importance. In addition, a thorough examination was conducted to determine whether money could be subjected to a direct enforcement act. No formal obstacles exist, but case law suggests it is generally not allowed.
Thirdly, the legal requirements for the proceedings must be met, including clarity of the petitioner's rights. This review is divided into three parts. The first part relates to the condition that the petitioner demonstrates his/her right with limited evidence as per paragraph 1. Article 83 AFL permits. In addition, answers were sought for appropriate instances to deviate from these restrictions. The result revealed that there is some legal uncertainty on the subject.
The second section concluded that complex evidence or legal explanation does not hinder direct enforcement.
The third section pertains to the appropriate circumstances in which caution should be exercised in allowing enforcement to proceed. The primary conclusion drawn from this section is that caution ought to be exercised when the petitioner cannot demonstrate their right with limited evidence, as stipulated in Paragraph 1, Article 83.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML ritgerð lokaskil.pdf | 715,3 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |