is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4619

Titill: 
  • Breyttir tímar, önnur viðhorf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni unnið til B.E.d-prófs á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Í verkefninu reynum við að svara þeirri spurningu hvort breyttar áherslur í stærðfræðikennslu hafi haft áhrif á stærðfræðiáhuga nemenda. Í ritgerðinni förum við aðeins yfir sögu stærðfræðikennslu á Íslandi og þá helst með tilliti til þeirra áherslna sem ríktu á hverju tímabili. Við skoðum námskrár hin seinni ár og lítum lítillega á lög um fræðslu ungmenna hér á árum áður. Við berum saman námsefni unglingastigs grunnskólans nú hin síðari ár þ.e. Almenn stærðfræði I, II og III og Átta-10 og veltum fyrir okkur helsta muninum á þeim kenningum sem liggja til grundvallar þessu námsefni. Til að glöggva okkur betur á umfjöllunarefninu var rætt við nemendur sem hafa notast við námsefnið sem athygli er beint að í þessu verkefni. Rætt var við tvo nemendur sem luku grunnskóla með Almennu stærðfræðinni og tvo sem eru að ljúka grunnskóla í vor með Átta-10 bókunum. Meginmunurinn er sá að þeir sem lærðu með Almennu stærðfræðinni lærðu meira í anda atferlisstefnu, þar sem megináhersla var að efla leikni nemenda við reikning en í Átta-10 er unnið meira eftir kenningunni um hugsmíðihyggju og félagslega hugsmíðihyggju, þar sem áherslan er á skilning á stærðfræði fremur en leikni í reikningi. Af svörum nemendanna mátti sjá þennan mun á kennsluháttum. Þá var einnig merkjanlegur munur á viðhorfi nemenda til stærðfræði þar sem nemendur sem notuðu Átta-10 höfðu jákvæðari viðhorf til stærðfræðinnar.
    Lykilorð: VIðhorf, viðhorfsbreytingar, námsgögn.

Samþykkt: 
  • 6.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4619


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fs_fixed(2).pdf579.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna