Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/46195
Markmið rannsóknarinnar er að skoða áhrif hækkandi óverðtryggðra íbúðalánavaxta á fjárhag heimilanna, samhliða hækkandi stýrivöxtum. Rannsóknin er megindleg og fór gagnaöflun fram í formi spurningalistakönnunar. Könnunin var birt á samskiptamiðli vinnustaðar rannsakanda og á Facebook í hópnum Fjármálatips og persónulegri síðu rannsakanda. Svarhlutfall könnunarinnar var 55% og við úrvinnslu gagna notaðist rannsakandi við lýsandi tölfræði.
Helstu niðurstöður gefa til kynna að hækkandi óverðtryggðir íbúðalánavextir hafi almennt neikvæð áhrif á fjárhag heimilanna. Ef nafnvextir óverðtryggðra íbúðalána eru festir veitir það þó tímabundna vörn gegn hækkandi mánaðargreiðslum en 25% þátttakenda eru enn með fasta vexti og því eru áhrifin enn óljós að því leytinu til. 70% þátttakenda tóku síðast óverðtryggt íbúðalán en í 82% tilfella upplifa þátttakendur neikvæð áhrif hækkandi greiðslubyrði á fjárhag heimilanna, þar af upplifa 33% þátttakenda verri fjárhagsstöðu. Mánaðargreiðslur hafa hækkað hjá 67% þátttakenda en í 56% tilfella hafa þátttakendur brugðist við hækkandi mánaðargreiðslum á einn eða annan hátt, þar af festu 40% þátttakenda vexti og 9% endurfjármögnuðu í verðtryggt íbúðalán. Þegar þátttakendur íhuguðu stýrivexti og hækkandi greiðslubyrði gerði fjórðungur sér ekki grein fyrir áhrifum hækkandi stýrivaxta og 17% vildu hafa kynna sér áhrifin betur.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing - TRF.pdf | 122,78 kB | Locked | Declaration of Access | ||
Lokaverkefni TRF.pdf | 1,84 MB | Open | Complete Text | View/Open |