Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46199
Það er mikið áfall að missa maka og eða foreldri. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða og miðla þekkingu á þörfum syrgjandi fjölskyldna og skoða hvernig félagsráðgjafar geta hjálpað þeim að vinna með sorgina á heilbrigðan hátt. Í ritgerð þessari var farið yfir
allt það helsta sem varðar sorgarvinnu hjá fjölskyldum og var sérstaklega fjallað um sorgina í tengslum við börn. Rannsóknarspurningarnar voru: Hvaða þjónusta stendur
barnafjölskyldum til boða þegar annað foreldri fellur frá? Hver eru réttindi þeirra til aðstoðar? Hvernig koma félagsráðgjafar að stuðningi við fjölskyldur í þessum aðstæðum?
Helstu niðurstöður ritgerðarinnar er að félagsráðgjöf getur nýst vel en hægt er að gera betur. Snemmtækur stuðningur við börn getur skipt sköpum, því börn sem misst hafa foreldri eiga á hættu að farnast verr í lífinu en jafnaldrar þeirra. Sorgarvinna getur tekið langan tíma og ýmis konar kvillar geta komið upp. Rannsóknir sýna hversu alvarlegar
afleiðingar sorg og áföll geta haft á einstaklinginn og hversu mikilvægur stuðningur er fyrir alla fjölskylduna. Eftirlifandi maki er í aukinni lífshættu fyrstu árin eftir andlátið. Hvernig
andlát ber að garði getur jafnframt haft áhrif á fyrstu viðbrögð fjölskyldunnar við sorginni og einnig hvaða bjargir eru í boði fyrir fjölskylduna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
idb8_inga_BAritgerð.pdf | 611,72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman yfirlýsing.pdf | 258,16 kB | Lokaður | Yfirlýsing |