Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46202
Hornsteinn banka er lögmæti. Það er grunnurinn fyrir því að viðskiptavinir treysti þeim fyrir sínum innlánum og annarri þjónustu sem bankar veita. Þessi krafa er ríkari þar en hjá flestum öðrum skipulagsheildum. Nú þegar fjórða iðnbyltingin er komin með miklum framförum í upplýsingatækni þá vakna spurningar hvort og þá með hvaða hætti bankar eru að nýta sér þær. Áhrif tækniframfara, ef rétt er að staðið, leiðir til ábata sem getur t.d. komið fram í hagræðingu og/eða betri þjónustu fyrir viðskiptavini. Framförum fylgja breytingar og breytingar geta vakið spurningar um lögmæti. Eru bankar tilbúnir í breytingar eða eru þeir að sporna við þeim?
Rannsóknin horfir á viðfangsefnið út frá stofnanakenningum. Meginstef þeirra er þörfin á lögmæti jafnvel á kostnað hagræðingar. Ef lögmæti er fyrir hendi þá lifa skipulagsheildir og hafa aðgang að auðlindum. Einsleitnikraftarnir þrír, þvingun, hermun og stöðlun, vinna að því að skapa einsleitni skipulagsheilda sem mynda viðmið hvað telst vera lögmætt.
Byggt var á eigindlegri aðferðafræði. Viðmælendur voru alls 11 og komu frá fimm bönkum á Íslandi, bæði eldri og nýrri. Innan hvers banka var a.m.k. fenginn einn aðili frá upplýsingatækni og annar frá viðskiptahliðinni. Þannig var hægt að rannsaka mismunandi upplifun út frá nokkrum hliðum. Bæði milli yngri og eldri banka og hins vegar milli upplýsingatækni og viðskiptahliðar. Eftirfarandi þrjú þemu komu upp: Aðstæður, aðgerðir og samskipti og afleiðingar.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til tvenns konar átaka sem eru að eiga sér stað innan bankanna. Í fyrsta lagi eru skoðanakerfi ekki samstíga og í raun að takast á. Þar ber einna helst ágreiningur milli bankakerfis og stafræns kerfis. Í öðru lagi þá er að finna alla þrjá einsleitnikrafta að verkum við að halda bönkunum sem næst óbreyttum. Allt þetta leiðir af sér að tækniþróun á ekki greiða leið innan bankakerfisins. Þróun upplýsingatækni er í járnbúri.
Legitimacy is the cornerstone of the banking industry. It is a prerequisite for the customers to trust the banks with deposits and other services that the banks offer. The demand for legitimacy is ever more present in banking than in other organisations. As the fourth industrial revolution is underway with advances in information technology, questions are asked how and in what capacity are banks utilizing them. The effects of technical advances, if properly implemented, lead to efficiencies which can arise e.g. via streamlining and/or better services for customers. Advances however bring forth changes and changes can raise questions about legitimacy. Are the banks prepared for changes or are they preventing them?
The theoretical framework in the research is based on institutional theory, of which the central theme is the need for legitimacy even at the cost of efficiencies. Legitimacy helps organisations survive and provides them with resources. The three isomorphic pressures, coercive, mimetic and normative, drive organisations to isomorphism which is a basis for legitimacy.
Eleven persons were interviewed using qualitative research. They came from five banks in Iceland, both old and new. Within each bank at least one person came from IT and another from the business side. That made it possible to analyse different experiences from a number of viewpoints, both between old and new banks and also between IT and the business side. The following three themes arose: Conditions, actions-interactions and consequences.
The main findings are that there are two conflicts taking place within the banks. First, institutional logics are not working together and are in fact competing. The main two are bank logic and digital logic. Secondly, all three isomorphic forces are at play in an effort to keep the banks unchanged. With this headwind technical advances are having a hard time entering the banking environment. Development in information technology is in an iron cage.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS ritgerð - Rafnar Lárusson.pdf | 1.52 MB | Lokaður til...10.01.2029 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing - Rafnar Lárusson.pdf | 330.63 kB | Lokaður | Yfirlýsing |
Athugsemd: Verkefnið er lokað í fimm ár með leyfi Viðskiptafræðideildar.