is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46204

Titill: 
 • Áhættuhegðun ungmenna: Ofbeldi, tíðni þess og birtingarmyndir
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Unglingsárin eru tímabil í lífi ungmenna þar sem þau eru líkleg til þess að taka þátt í hegðun sem getur haft í för með sér neikvæðar afleiðingar. Áhættuþættirnir sem eru skoðaðir í þessari ritgerð eru andleg líðan, áfengisneysla, neysla á tóbaki og nikótíni, neysla ólöglegra vímuefna og ofbeldi. Sérstaklega er fjallað um ofbeldi ungmenna, tíðni þess og birtingarmyndir. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að skoða hvort að áhættuhegðun íslenskra ungmenna hafi aukist, hvort ofbeldi ungmenna hafi aukist og hvort að birtingarmyndir ofbeldis séu að breytast. Einnig er fjallað um verndandi þætti fyrir áhættuhegðun og meðferðarúrræði sem standa ungmennum til boða. Aðferðafræðin sem ritgerðin byggir á er af meiði megindlegrar rannsóknaraðferðar. Um er að ræða yfirlitsrannsókn (e. literature review) annars vegar og hins vegar greiningu á fyrirliggjandi gögnum (e. secondary data analysis). Gögn ritgerðarinnar byggja á fyrirliggjandi niðurstöðum rannsókna sem skoða meðal annars áhættuþætti, vímuefnaneyslu, heilsu og líðan ungmenna á Íslandi. Gögnum sem aðrir rannsakendur hafa aflað og eru þau fengin úr rannsóknum á vegum Rannsókna og greiningar og úr Íslensku æskulýðsrannsóknunum. Einnig er stuðst við gögn frá Barna- og fjölskyldustofu og lögreglu.
  Niðurstöður sýna að áhættuhegðun líkt og áfengisnotkun, notkun á tóbaks- og nikótínvörum og neysla ólöglegra vímuefna er með minnsta móti meðal ungmenna hér á landi. Ekki mældist aukning á þessum áhættuþáttum. Aftur á móti hefur andlegri líðan ungmenna hér á landi hrakað verulega undanfarin ár, sérstaklega hjá stúlkum. Niðurstöður rannsókna á vegum Rannsókna og greiningar og Íslensku æskulýðsrannsóknanna sýna að dregið hefur úr hlutfalli þeirra sem sögðust hafa lent í slagsmálum síðastliðna 12 mánuði. Gögn frá Barna- og fjölskyldustofu og lögreglu um ofbeldi ungmenna eru ekki í samræmi við niðurstöður framangreindra rannsókna. Mikil aukning hefur orðið á tilkynningum til Barna- og fjölskyldustofu í flokknum ,, barn beitir ofbeldi“. Einnig sýna nýleg gögn lögreglunnar að ofbeldi ungmenna er að aukast. Niðurstöður sýna að birtingarmyndir ofbeldis eru að breytast. Meðal ákveðinna hópa ungmenna virðist jákvætt viðhorf til ofbeldis vera að aukist. Ofbeldi er birt í auknum mæli á samfélagsmiðlum og mikil fjölgun er á málum hjá lögreglu þar sem vopnum er beitt.
  Lykilorð: Ungmenni, áhættuhegðun, ofbeldi, vímuefnaneysla, andleg líðan.

 • Útdráttur er á ensku

  Adolescence is a period in young people's lives when they are likely to engage in behaviors that can result in negative consequences. The risk factors examined in this study are mental well-being, alcohol consumption, illegal drug use and violence. Special emphasis is placed in the study on examining youth violence, its frequency, and its manifestations. The main aim of the study is to examine whether the risky behavior of young people is increasing, whether the violence committed by young people is increasing and whether the manifestations of violence is changing. Protective factors for risky behavior and treatment options available for young people is also discussed. Two types of research methods are used, first a literature review and, second, data analysis. Both these methods are quantitative research methods. The data used in the analysis are based on existing results that examine, among other things, risk factors, drug use, and the health and well-being of young people in Iceland. The data is obtained from research conducted by Research and Analysis and the Icelandic Youth Research. Data from the Government Agency for Child Protection and the police is also used.
  Results show that risk behavior such as alcohol consumption, use of tobacco and nicotine products and consumption of illegal drugs is least likely among young people in Iceland. There is no increase in these risk factors. On the other hand, the mental well-being of young people in Iceland has deteriorated significantly in recent years, especially among girls. The results of researches conducted by Research and Analysis and the Icelandic Youth Research show that the percentage of those who said they had been involved in a fight in the past 12 months has decreased. Data from the Government Agency for Child Protection and the police on youth violence are not consistent with the results of the aforementioned studies. There has been a large increase in reports to the Government Agency for Child Protection in the category “a child is violent”. Recent police data also show that youth violence is increasing. Results show that the manifestations of violence are changing. Among certain groups of young people, positive attitudes towards violence seems to be increasing. Violence is increasingly published on social media and there is a large increase in police cases where weapons are being used.
  Key words: Youth, risky behavior, violence, substance abuse, mental well-being.

Samþykkt: 
 • 12.1.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/46204


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lilja Rut Geirdal Jóhannsdóttir. MA ritgerð í afbrotafræði.pdf1.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysingLG.pdf267.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF