en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/46209

Title: 
  • Title is in Icelandic Er sú bjarta mynd sem dregin er upp af íslenska lífeyriskerfinu raunhæf?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Lífeyriskerfi eru eins fjölbreytt og þau eru mörg og brenna á vörum ófárra, fólk hefur sínar skoðanir og ýmsar hugmyndir um hvernig gera má betur. Markmið þessa rannsóknarverkefnis er að leggja mat á þann framúrskarandi árangur íslenska lífeyriskerfisins í alþjóðlegum samanburði. Lífeyriskerfin í Danmörku, Finnlandi, Hollandi og Svíþjóð eru skoðuð og borin saman. Í þessari rannsókn var tveimur aðferðum beitt til að svara rannsóknarspurningunum. Fyrri aðferðin byggir á fyrirliggjandi gögnum og seinni aðferðin á eigindlegum hálfstöðluðum viðtölum. Helstu niðurstöður benda til þess að íslenska lífeyriskerfið sé samanburðarhæft við eftirlaunakerfi annarra landa sem tekin voru fyrir í rannsókninni og að skyldusparnaður sé skynsamlegur, sé honum beitt á réttan hátt. Hækkandi lífaldur og eldra lagaumhverfi setja mark sitt á lífeyrisskuldbindingar lífeyrissjóða. Á heildina litið veitir þessi ritgerð verðmæta innsýn í íslenska lífeyriskerfið og umframárangur þess í alþjóðlegu samhengi. Hún leiðir meðal annars í ljós að hægt sé að draga lærdóm af lífeyriskerfum annarra landa og þar með bæta þau, jafnvel þótt þau séu talin framúrskarandi á alþjóðavísu.
    Lykilorð: Lífeyriskerfi, lífeyrissjóðir, fjárfestingar, tekjudreifing

Accepted: 
  • Jan 15, 2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46209


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BSc ritgerð - Dalvin Smári og Viktoría Rós.pdf952,26 kBOpenComplete TextPDFView/Open