Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46210
Markmið þessarar rannsóknar var tvíþætt, annars vegar að komast að því hvað varð til þess að Salek-samstarfið dagaði uppi, og hvort það hafi þó borið einhvern ávöxt, og hins vegar að komast að því hvaða breytingar þurfi að eiga sér stað á íslenskum vinnumarkaði svo að hægt sé að taka upp kjarasamningslíkan að norrænni fyrirmynd. Meginmarkmið norræna líkansins er að viðhalda sterkri samkeppnisstöðu útflutningsfyrirtækja með því að setja ramma utan um launahækkanir sem taka mið af útreikningum á þolmörkum hagkerfisins með tilliti til samkeppnisstöðu hverju sinni. Þá ber aðilum vinnumarkaðarins að halda sér innan rammans þegar samið er um launahækkanir í kjarasamningum með sjálfbæra launaþróun að leiðarljósi.
Unnið var með eigindlega rannsóknaraðferð í formi djúpviðtala þar sem tekin voru viðtöl við fimm sérfræðinga sem bæði starfa í dag eða hafa þónokkra reynslu á sviði kjarasamningsgerðar á vinnumarkaði, starfsemi verkalýðsfélaga og þess háttar. Allir búa þeir yfir þekkingu sem snýr að því hvernig bæði almenni og opinberi vinnumarkaðurinn starfar. Framkvæmd rannsóknar og fyrirliggjandi gögn styðja hvort annað.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að samstaða og traust meðal aðila vinnumarkaðarins sé lykilforsenda þess að ný hugmyndafræði og aðferðir nái fótfestu á vinnumarkaði en þá stafaði upplausn Salek-samstarfsins meðal annars vegna þess að samstaða meðal aðila var ekki nægileg. Brýnt er að allir, hvort sem um ræðir heildarsamtök atvinnurekenda eða launþega á almennum eða opinberum vinnumarkaði, ríki eða sveitarfélög, taki virkann þátt í samstarfinu, eigi innleiðing norræna kjarasamningslíkansins að vera möguleg á Íslandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc. Innleiðing kjarasamningalíkans að norrænni fyrirmynd á Íslandi.pdf | 680.23 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |