is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46212

Titill: 
  • Traust innflytjenda til lögreglu: Upplifun Albana af íslensku lögreglunni.
  • Titill er á ensku Immigrants Trust in the Police: Albanian Perspectives on the Icelandic Police
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn skoðar traust innflytjenda til lögreglu. Traust er mikilvægt fyrir lögregluna því hún vinnur með og fyrir samfélagið. Lögreglu reynist erfitt að nálgast samfélög innflytjenda sem stækka óðfluga. Fólksfjölgun og fjölbreyttara samfélag er vissulega áskorun fyrir lögreglu. Mikilvægt er að lögregla nái til allra hópa samfélagsins. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða traust innflytjenda til lögreglunnar. Með eigindlegri aðferðafræði og með hálfopnum viðtölum var rýnt inn í reynsluheim þátttakenda af samskiptum við lögreglu. Þátttakendur voru sjö Albanir, smæð úrtaksins hefur áhrif á alhæfingargildi en sýnir samt sem áður hver upplifun þeirra er. Umfjöllun fjölmiðla um Albani hefur verið talsverð og á neikvæðum nótum. Áhrif þeirrar umræðu koma fram og fordómar sem skapast við þá orðræðu.
    Rýnt var í vinnuaðferðir lögreglu og gagnrýndar aðferðir sem fela í sér mismunun og jafnvel misbeitingu valds. Helst ber að nefna eftirlit þar sem leitað er á manneskju og í bifreiðum (e. stop and search). Lögregla hefur vissulega valdheimild til þess að stöðva þann sem henni þykir grunsamlegur og kallað það reglubundið eftirlit (e. routine check). Haldið hefur verið fram að slíku eftirliti sé beitt til að mismuna ákveðnum minnihlutahópum. Hópum sem þurfa að þola mikið eftirlit eða of-löggæslu (e. over-policing) af lögreglu. Ítrekað venjubundið eftirlit gæti flokkast sem of-löggæsla. Sömu hópar fá oft minni þjónustu frá lögreglu. Van-löggæsla (under-policing) lýsir sér í því að þolendur glæpa kalla ekki til lögreglu sé þess þörf. Kynþáttamörkun (e. racial profiling) er fylgifiskur þessara vinnubragða lögreglu sem bitnar helst á minnihlutahópum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að innflytjendur bera lítið traust til lögreglu. Það virðist vera vegna samskipta þeirra við lögregluna. Þátttakendur upplifðu að eigin mati óhóflegt eftirlit lögreglu, meðal annars að vera stöðvuð að ástæðulausu. Þátttakendurnir upplifðu bæði of-löggæslu og van-löggæslu sem leiddi til þess að þau höfðu litla trúa á því að þau gætu fengið réttláta málsmeðferð.
    Leitarorð: Lögregla, innflytjendur, stop and search, of-löggæsla, van-löggæsla, kynþáttamörkun, traust.

  • Útdráttur er á ensku

    This study examines immigrants' trust in the police. Trust is important for the police because they work with and for the community. The police find it difficult to approach immigrant communities. Population growth and a more diverse society are challenges for the police. The police must reach out to all groups of society. This study aims to examine immigrants' trust in the police. With qualitative research method and in-depth interviews, the participants' experiences of interactions with the police were explored. The participants were seven Albanians, and due to the small sample size, this study does not have generalizability but shows their experience. Media coverage of Albanians has been considerable and negative. The impact of that discussion is apparent, and the prejudice created by this discourse. Police methods were explored. Criticized methods that include discrimination and even abuse of power. Ideally, mentioned surveillance that leads to body search or in a vehicle (e. stop and search) The police certainly have the authority to stop anyone they consider suspicious in the context of a routine check. It has been claimed that such surveillance is used to discriminate against certain minority groups who already suffer too much surveillance or over-policing by the police. Repeated routine surveillance could be classified as over-policing. Same groups often receive less service from the police. Under-policing manifests itself in the fact that victims of crime do not call the police if needed. Racial profiling is a byproduct of these police methods and mostly affects minority groups. The main findings of the study were that immigrants have little trust in the police. It seems to be because of their interactions with the police. Participants experienced both over-policing and under-policing and had little faith that they would be able to receive procedural justice.
    Keywords: Police, immigrants, stop and search, over-policing, under-policing, racial profiling, trust.

Samþykkt: 
  • 15.1.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46212


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Traust innflytjenda til lögreglu MA Bryndís Jónsdóttir.pdf616,68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna Bryndís Jóns.pdf717,82 kBLokaðurYfirlýsingPDF