Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46215
Choosing a treatment for low-risk localized prostate cancer (PC) patients can be difficult as there are several treatment options with similar life expectancies but differ in seriousness of the side effects. To-date cancer-related treatment decision-aids have not been examined among Icelandic cancer patients. A randomized clinical trial (RCT) was conducted to examine if a web-based interactive decision aid (IDA) decreased decisional conflict, decisional regret, anxiety, and depression while increasing decisional satisfaction. Newly diagnosed PC patients (N=135) were randomly assigned to the IDA or to usual care (UC). The mean age was 70 years (ranging from 55-83). Participants completed questionnaires prior to using the IDA and at the 3-month follow up. Participants reported that the IDA helped them understand pros and cons of different treatments and that they would recommend the IDA to others. A 2 (Group) x 2 (Time) Repeated ANOVA revealed that the interactions for group and time for anxiety, depression and decisional conflict were not significant (p ranged from .463 to .962). Similarly, T-tests for decisional regret and decisional satisfaction at the 3-month assessment were not significant (p ranged from .194 to .254). Future studies should examine potential moderators or for whom the IDA might be most effective.
Key words: decision aid, prostate cancer, decisional satisfaction, decisional regret, decisional conflict, anxiety, depression
Það getur verið erfið ákvörðun að velja meðferð fyrir karlmenn með staðbundið blöðruhálskirtilskrabbamein þar sem nokkur meðferðarúrræði eru í boði. Öll úrræðin hafa svipaðar lífslíkur en alvarleiki aukaverkanana er mismunandi. Í dag hafa ákvörðunartæki fyrir krabbameinsmeðferðir ekki verið skoðuð á Íslandi. Klínísk slembirannsókn var framkvæmd til að kanna hvort að ákvörðunartæki myndi minnka vanda ákvörðunarinnar, eftirsjá hennar, kvíða og þunglyndi ásamt því að auka ánægju ákvörðunarinnar. Nýlega greindum karlmönnum (N=135) var handahófskennt skipt í tvo hópa, þá sem fengu ákvörðunartæki eða einungis hefðbundna læknisþjónustu. Meðalaldurinn var 70 ára (á bilinu 55-83 ára). Þátttakendur fylltu út spurningalista áður en þeir notuðu ákvörðunartækið og aftur þremur mánuðum seinna. Þeir greindu frá því að ákvörðunartækið hjálpaði þeim að skilja kosti og galla hverrar meðferðar og að þeir myndu mæla með því við aðra. Í rannsókninni sýndi 2 (Hópar) x 2 (Tími) endurtekin mæling dreifigreiningar (ANOVA) að samvirknihrif fyrir hópa og tíma hjá kvíða, þunglyndi og vanda ákvörðunarinnar voru ekki marktæk (p gildi frá .463 til .962). T-próf voru notuð til að mæla eftirsjá og ánægju ákvörðunar eftir þrjá mánuði en þau voru ekki marktæk (p gildi frá .194 til .254). Framtíðarrannsóknir ættu að skoða mögulega áhrifaþætti eða fyrir hvern ákvörðunartækið er áhrifaríkast.
Lykilorð: ákvörðunartæki, blöðruhálskirtilskrabbamein, eftirsjá ákvörðunar, vandi ákvörðunar, ánægja með ákvörðun, kvíði, þunglyndi
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
HBH & HBJ - BSc THESIS .pdf | 304,66 kB | Lokaður til...18.12.2033 | Heildartexti | ||
beidni helena.pdf | 421,01 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |