Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46221
Þessi ritgerð fjallar um rannsókn sem gerð var til þess að skoða hvort vilji væri að aukast innan verkalýðshreyfingarinnar um að koma á samráðskerfi á Íslandi. Lagt var fyrir formenn aðildarfélaga ASÍ og BSRB spurningakönnun sem varðaði þætti sem til sem áttu að hjálpa við að svara rannsóknarspurningu þessar ritgerðar. Þá var tekið tvö viðtöl við fyrrum formenn stéttarfélaga hjá bæði ASÍ og BSRB en rætt var við þá um keimlíka þætti og núverandi formenn voru spurðir.
Kjarasamningar sem hafa verið gerðir í anda samráðskerfis og í þríhliða samráði aðila vinnumarkaðarins og ríkisins eru skoðaðir. Dæmi um slíka kjarasamninga eru Júnísamkomulagið 1965, Þjóðarsáttarsamningarnir 1990 og Lífskjarasamningurinn 2019. Í þessu sambandi er skoðað samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga öðru nafni kallað Salek sem er helsta tilraun sem gerð hefur verið til þess að koma á kjarasamningslíkani í anda samráðskerfi á Íslandi.
Niðurstöður sýna að vísbending er um að vilji forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar til að ganga inn í samráðskerfi í anda nýsamráðshyggju sé að aukast. Einnig er traust verkalýðshreyfingarinnar á ríkisvaldinu skoðað og það sett í samhengi við að auka valdheimildir Embættis ríkissáttasemjara. Þessi ritgerð ályktar að ekki sé hægt að ganga lengra í átt að samráðskerfis án þess traust aukist á ríkisvaldið og stofnunum þess.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hvert stefnir verkalýðshreyfingin - Samráðskerfi eða aukin átök.pdf | 631.79 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing - Ágúst Valves Jóhannesson.pdf | 702.42 kB | Lokaður | Yfirlýsing |