Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46223
Sífellt erfiðara virðist vera fyrir ungt fólk að komast inn á fasteignamarkaðinn. Fasteignaverð hefur hækkað mikið á undanförnum árum frá því að raunverð fasteigna hafði lækkað mikið í kjölfar hrunsins. Eignamarkaður hefur auk þess verið ráðandi og leigumarkaðurinn hefur ekki verið nægilega þroskaður. Þriðji kosturinn, búseturéttur,
hefur ekki náð að ryðja sér almennilega til rúms.
Búseturéttur er millivegur á milli leigu og eigu. Félagi í húsnæðissamvinnufélagi kaupir
búseturétt að íbúð í eigu félagsins og greiðir búseturéttargjald mánaðarlega til félagsins
og hefur afnot af íbúðinni á meðan að hann greiðir búseturéttargjaldið. Hann getur síðan
hvenær sem er ákveðið að selja búseturéttinn og fær hann þá búseturéttinn
endurgreiddan uppreiknaðan á grundvelli neysluverðsvísitölu.
Það hefur sína kosti og galla að eiga búseturétt. Kostirnir eru til að mynda að hægt er
að nýta uppsafnaðan séreignasparnað skattfrjálst til að kaupa búseturétt. Búseturétthafi hefur, upp að vissu marki, sveigjanleika leigjandans á meðan að hann hefur öryggi fasteignaeigandans við að missa ekki húsnæðið. Helstu gallar eru það að maður er bundin
af því úrvali íbúða sem að húsnæðissamvinnufélagið á, maður verður af raunhækkunum
fasteignaverðs og oft eru útgjöldin hærri í hverjum mánuði en á leigumarkaðinum.
Til að gera samanburð á því hvort að ungt fólk sé betur komið á leigumarkaðinum eða
að kaupa búseturétt að þá var tekið dæmi með þremur hópum, einstaklingi, barnlausu
pari og pari með tvö börn, og rannsakað hvort að þau væru betur sett með að kaupa
búseturétt eða að leigja. Í ljós kom að í tveimur af þremur tilfellum áttu þessir hópar meira
eftir af ráðstöfunarfé þegar búið var að greiða allan kostnað á leigumarkaðinum heldur
en með búseturétti. Aðeins barnlausa parið var með meira ráðstöfunarfé eftir með
búseturétt þó að munurinn hafi verið mjög lítill. Búseturéttarformið virðist því ekki koma
vel út í samanburði við leigu þegar að kemur að greiðslubyrði en aftur á móti er
búseturétthafi að byggja upp eigið fé.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð ígildi olg7.pdf | 2,8 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
anonym1728_2024-01-15_15-57-21.pdf | 269,5 kB | Lokaður | Yfirlýsing |