is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46242

Titill: 
 • Golf í gólf
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Höfuðborgarsvæðið hefur þróast mikið frá því á 20. öld til dagsins í dag samhliða fjölgun íbúa. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins eru vaxtarmörk sem afmarka þéttbýli frá dreifbýli. Hér er einn valmöguleiki til að koma til móts við íbúaaukninguna innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins.
  Áður en greining hófst á golfvöllum voru settar fram forsendur fyrir hlutlaust mat og faglega niðurstöðu. Í þeim fólst umhverfi golfvallanna, hvort þeir væru hluti af stærra útivistarsvæði, eða byggð farin að þrengja að þeim. Hvort þeir hömluðu tengingum og hvort breytt landnotkun gæti styrkt aðliggjandi hverfi.
  Í þessu riti verður saga golfíþróttarinnar rakin þar sem miklar breytingar hafa átt sér stað og nokkrir golfvellir hafa vikið fyrir byggð. Aðal- og deiliskipulög voru skoðuð fyrir núverandi golfvelli og þar kom í ljós að nokkrar breytingar munu verða á fleiri golfvöllum í framtíðinni.
  Golfvellir spanna stór svæði í höfuðborginni og eru flestir í úthverfum borgarinnar. Það var því lögð áhersla á að skoða hver væri besti kostur við að þróa og efla úthverfin.
  Áhersla var lögð á að kanna hvernig höfuðborgin hefur þróast og hvernig hægt sé að stýra áframhaldandi þróun í rétta átt. Ein gagnrýnin á fyrsta Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-1983 var á aðskilnað íbúða- og atvinnuhverfa. Í stefnu nútímans er lögð áhersla á blandaða byggð til að stytta vegalengdir fólks og bæta tengingar.
  Niðurstaðan var sú að greina þyrfti Korpúlfsstaðavöll nánar fyrir breytta landnotkun. Farið var í vettvangsferðir og gerð íbúakönnun og Svót greining. Að lokum var lögð fram hönnunartillaga sem var unnin út frá greiningu svæðis og fræðilegri samantekt.

 • Útdráttur er á ensku

  The metropolitan area has developed significantly in the 20th century to the present day, along with an increase in population. In the regional planning of the metropolitan area, growth boundaries have been established to distinguish urban areas from rural ones. Here is one option to accommodate the population growth within the growth boundaries of the metropolitan area.
  Before the analysis of golf courses began, prerequisites for an impartial assessment and a professional result were set forth. This involved the environment of the golf courses, whether they were part of larger recreational areas or if urban development was encroaching upon them. It also considered their impact on transportation connections and whether altered land use could enhance adjacent neighborhoods.
  The history of golf development has been reviewed, where significant changes have occurred, and some golf courses have yielded to urban development. Main and zoning plans were considered for the current golf course, and several changes are anticipated for multiple golf courses in the future.
  Golf courses cover large areas in the capital city and are mostly located in suburbs. Therefore, the study explored how best to enhance and develop the suburbs.
  The evolution of the capital city and how to guide its ongoing development in the right direction were examined. A critical view of the first master plan for Reykjavik from 1962-1983 was the separation of residential and industrial areas. Contemporary policy emphasizes mixed-use development to reduce commuting distances and improve connections.
  The conclusion was to analyze Korpúlfsstaðavöllur in more detail for altered land use. Field trips were conducted, a residential survey was carried out, and data analysis was performed. Finally, design proposals were put forward based on the area analysis and academic synthesis.

Samþykkt: 
 • 23.1.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/46242


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Golf í gólf Valdís Vilmarsdóttir.pdf6.03 MBOpinnPDFSkoða/Opna