Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46253
Ritgerð þessi fjallar um birtingarmynd Íslands sem áfangastað í markaðsherferð Íslandsstofu sem ber heitið Inspired by Iceland. Inspired by Iceland er markaðsverkefni þar sem megin markmið er að kynna Ísland sem og íslenskar afurðir. Markmið rannsóknarinnar er að greina hvernig Ísland birtist sem áfangastaður og þeim ímyndum sem því kann að fylgja í myndböndum markaðsherferðarinnar. Þar að auki hvernig áherslur birtingarmyndar Íslands sem áfangastaðar hafa breyst frá árinu 2014 til dagsins í dag. Niðurstöður rannsóknarinnar byggjast á innihalds- og orðræðugreiningu á myndböndum markaðsherferðarinnar Inspired by Iceland ásamt viðtali við starfsmann Íslandsstofu sem notað var til stuðnings. Niðurstöður leiddu í ljós hvernig Ísland birtist sem áfangastaður og að munur er á áherslum atriðum eftir árum.
Lykilorð þessar ritgerðar eru eftirfarandi: Ímynd, birtingarmynd, markaðsherferðir, Inspired by Iceland náttúra, landslag, innihaldsgreining, orðræðugreining, ferðamannaáhorfið, iðkun, væntingarsköpun.
This thesis discusses how Iceland is presented as a destination in the market campaigns of Inspired by Iceland. Inspired by Iceland is a marketing project whose main goal is to promote Iceland as well as Icelandic products. The aim of this research is to analyse how Iceland appears as a destination and the image that it may portrait in the marketing campaign videos. Also, how the focus of Iceland's image as a destination has changed from 2014 to today. This research will look into how Iceland’s representation has changed from 2014 to the present day. The results of this research are based on a content and discourse analysis of the videos of the Inspired by Iceland marketing campaign, along with an interview with an employee of Íslandsstofa, which was used for support. The results revealed how Iceland appears as a destination and that there are differences in the focus points depending on the year.
The keywords of this essay are the following: Image, manifestation, marketing campaigns, Inspired by Iceland nature, landscape, content analysis, discourse analysis, the tourist audience, practice, creation of expectations.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Karen Birta Kjartansdóttir - BS ritgerð.pdf | 546,57 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis - Karen Birta Kjartansdóttir.pdf | 295,84 kB | Lokaður | Yfirlýsing |