is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46254

Titill: 
  • Beitarfriðun hefur áhrif á eigindi lostætra plantna; Eigindi stönguls svara beitarfriðun en eigindi laufblaða haldast óbreytt
  • Titill er á ensku Grazing cessation affects the traits of palatable plants; Stem traits respond to cessation but leaf traits do not
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sauðfjárbeit á sér langa sögu hérlendis og hefur ásamt annari landnýtingu gjörbreytt landslagi, vistkerfum og gróðri. Minna er vitað um hvaða áhrif beit hefur á einstakar plöntutegundir. Sauðfé velur lostætar plöntur en markmið þessa verkefnis var að rannsaka breytingar á eigindum þriggja lostætra tegunda við beitarfriðun á hálendinu; smjörgras (Bartsia alpina), kornsúru (Bistorta vivipara) og túnvingul (Festuca richardsonii). Mæld voru eigindin hæð plöntu, eðlisflatarmál laufblaðs (SLA) og þéttleiki stönguls (SSD). Lagðir voru út reitir í sex blokkum innan og utan eins hektara girðingar sem set var upp 1996 á Auðkúluheiði. Sýnum var safnað innan og utan girðingar til að mæla eigindi plantnanna. Gróskustuðullinn NDVI (Normalised difference vegetation index) var mældur til að meta frumframleiðni gróðurs ransóknareitanna. Einnig var dýpt mosalags mæld. Niðurstöðurnar sýndu að beitarfriðun frá sauðfé hefur áhrif á ákveðin eigindi plantna, eykur dýpt mosalags og eykur NDVI gildi. Hæð æðplantna var meiri í beitarfriðuðum reitum og sýndi jákvætt samband við dýpt mosa sem bendir til mögulegs skuggavaxtar þeirra. SLA gildi voru fremur lág hjá öllum tegundunum og svöruðu ekki beitarfriðun sem bendir til lítils sveigjanleika innan tegunda í þessu eigindi. SSD gildi smjörgrass svöruðu ekki meðferð en hækkuðu hjá kornsúru og enn sterkar hjá túnvingli við beitarfriðun sem bendir til hraðari vaxtar undir beit eða lægri lifunar.

  • Útdráttur er á ensku

    Sheep grazing has a long history in Iceland and along with other agriculture practices has completely changed the landscape, ecosystems and vegetation composition. Sheep (Ovis aries) select palatable plants and the aim of this project was to investigate responses of plant traits to grazing cessation of the following palatable species; Bartsia alpina, Bistorta vivipara and Festuca richardsonii. The following traits were examined; Plant height, Specific Leaf Area (SLA) and Stem-Specific density (SSD). We utilized one hectar fence established in 1996 to prevents sheep grazing in a grazing common at Auðkúluheiði Samples were collected both inside and outside the fence to measure trait responses to grazing cessation. NDVI was measured to approximate the primary productivity of vegetation. Moss layer depth was also assessed. Results showed that grazing cessation affects certain plant traits, deepens the moss layer and increases NDVI values. Vascular plants in ungrazed plots were higher and their height correlated with increased moss depth eluding to possible etiolation. SLA values were low and did not significantly respond to grazing cessation pointing to limited plasticity in SLA of these species. SSD of B. alpina did not respond to cessation but increased for B. vivipara and furthermore for F. richardsonii, indicating faster growth or lower survival in grazing plots.

Samþykkt: 
  • 29.1.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46254


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Axel_BS_lokaskil.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemmanyfirlysing_AIE.pdf254.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF