is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46285

Titill: 
 • Áhrifaþættir líkamlegrar virkni barna og ungmenna með barnagigt og jafnaldra
 • Titill er á ensku Factors influencing physical activity of children and youth with juvenile idiopathic arthritis and their peers
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Regluleg hreyfing er mikilvæg fyrir eðlilegan vöxt, þroska og andlega heilsu. Rannsóknir benda til þess að börn og ungmenni uppfylli ekki ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um líkamlega virkni barna og ungmenna á aldrinum 5-17 ára. Ýmsir þættir eru taldir hafa áhrif á líkamlega virkni. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða valda áhrifaþætti líkamlegrar virkni hjá börnum með barnagigt og heilbrigðum jafnöldrum.
  Aðferðafræði: Rannsóknin er lýsandi þversniðsrannsókn. Þátttakendur voru 62 börn og ungmenni á aldrinum 8-18 ára, 27 börn með barnagigt og 35 jafnaldrar. Það var ekki munur á líkamlegri virkni á milli hópanna og því voru þeir sameinaðir í einn hóp. Líkamleg virkni var mæld í sjö sólarhringa með activPALhreyfimæli. Svarbreytur voru skrefafjöldi og tíma varið í hreyfingu af meðalákefð til mikillar ákefðar og voru þær notaðar sem mælikvarði fyrir líkamlega virkni. Þegar hreyfimælinum var skilað svöruðu börn og forsjáraðilar saman spurningum um tíðni verkja undanfarna viku, magn verkja og fjölda verkjasvæða. Notast var við stigveldis marghliða aðhvarfsgreiningu við tölfræðiúrvinnslu.
  Niðurstöður: Kyn og aldur höfðu marktækt spágildi fyrir skrefafjölda R2=0.215, (p<0.001). Auknar líkur voru á hærri skrefafjölda hjá yngri börnum og hjá drengjum. Aðeins aldur hafði marktækt spágildi um þann tíma sem varið var í hreyfingu af meðalákefð til mikillar ákefðar R2=0,107, (p=0,009). Með lækkandi aldri voru meiri líkur á meiri tíma varið í hreyfingu. Tíðni verkja, magn verkja og fjöldi verkjasvæða sýndu ekki marktækt spágildi fyrir hvoruga svarbreytuna.
  Ályktanir: Niðurstöður sýndu að aldur hefur marktækt spágildi fyrir líkamlega virkni hópsins með tilliti til skrefafjölda og tíma sem varið er í hreyfingu af meðalákefð til mikillar ákefðar en kyn hafði aðeins marktækt spágildi fyrir skrefafjölda. Þörf er á frekari rannsóknum með stærra úrtaki og fleiri skýribreytum.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Daily exercise is important for normal growth, development and mental health. Research indicates that children and youth are not meeting the recommendations of the World Health Organization (WHO) on physical activity (PA) for children and young people aged 5-17 years. Various factors are believed to influence PA. The aim of this study is to examine the influencing factors of PA in children with juvenile idiopathic arthritis (JIA) and healthy peers.
  Methods: The study was a descriptive cross-sectional study. The study participants were 62 children and youth aged 8-18 years, 27 children with JIA and 35 healthy peers. There was no significant difference in physical activity between the groups so the data of the two groups were pooled. Daily PA was objectively measured over seven consecutive days with an activPAL accelerometer. Dependent variables were daily step count and duration of time in moderate to vigorous physical activity (MVPA) and were used as measurements of PA. The children and their care-takers answered three questions about intensity of pain, prevalence, and location of pain over the past week when they returned the accelerometer. The results were analyzed using hierarchical multiple regression.
  Results: Of the variables examined, only gender and age had a significant correlation with number of steps R2=0.215, (p<0.001). Higher step count was correlated with younger aged and/or male participants. Age was the only variable with a significant correlation with time in MVPA R2=0.107, (p<0.009). Younger aged participants spent more time in MVPA. The intensity of pain, prevalence and location of pain did not show significant correlations with either of the dependent variables.
  Conclusion: Age has significant correlation for PA in the pooled group with respect to both the number of steps and the time spent in MVPA while sex only has significant correlation with the number of steps. Further research with a larger sample size and more independent variables is required.

Samþykkt: 
 • 2.2.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/46285


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrifaþættir líkamlegrar virkni - MS ritgerð - Loka.pdf2.82 MBLokaður til...01.02.2027HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing Marey Jónasdóttir.pdf135.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF