Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46286
Í ritgerðinni er lagt fram nýtt jarðfræðikort af Vatnafjallasvæðinu, í 1:25.000 sem er mun nákvæmara en hefur verið birt. Kortið var unnið í ArcGIS 10.8.2, byggt á gervitunglamyndum og athugunum á vettvangi. Jarðlögin sem kortlögð voru mynduðust ýmist á nútíma eða ísöld. Miklir gígar og gígaraðir einkenna eldstöðvakerfið, ásamt móbergi. Kortlagðir voru 27 gígar og gígaraðir, og 30 hraun. Mikið er af gjósku á yfirborði, sem víða mynda gjóskubreiður sem hylja undirliggjandi myndanir. Yngstu hraunin í eldstöðvakerfinu eru Hraukahraun yngra og Lagnvíuhraun. Langvíuhraun var kortlagt upp á nýtt og reyndist umfangsmeira og með nokkuð aðra útbreiðslu en áður var talið. Langvíuhraun og Hraukahraun yngra, voru aldursgreind með gjóskutímatali. Aldursgreiningar leiddu í ljós að Langvíuhraun myndaðist fyrir um 1800 – 2000 árum en var áður talið hafa runnið fyrir 2000-4300 árum síðan og Hraukahraun yngra á 15.-16. öld. Fram til þessa hefur engin virkni verið talin vera í Vatnafjallaeldstöðvakerfinu á sögulegum tíma. Hraun frá Dalöldum, skammt sunnan Vatnafjalla, og gervigígar þar er talið hafa myndast um sama leyti og Langvíuhraun.
In this project a new geological map of the Vatnafjöll is presented in 1:50:000 scale not previously published. The map was made in ArcGIS 10.8.2, based on satellite images and field observations. The geological formations in the Vatnafjöll area were formed during the Holocene and the Pleistocene time periods. Scoria and spatter cones/cone rows, in addition to hyaloclastite ridges characterize the Vatnafjöll volcanic system. 27 scoria cones/rows and 30 lavas mapped. On the surface a vast amount of remobilized tephra submerges the underlying formations. The youngest formations in the Vatnafjöll system are the younger Hraukahraun lava and the Langvíuhraun lava. In this study the Lagnvíuhraun lava was re-mapped and turned out to have a somewhat different and greater distribution than previously reported. These two lava flows were dated in this study using tephrochronology. The Lagnvíuhraun lava was determined to have formed between 1800-2000 yrs but was previously reported with an age of 2000-4300 yrs. The younger Hraukahraun lavas is estimated to have formed in the 15th to 16th century. Thus far, it has been thought that the Vatnafjöll volcanic system was not active during historical times. This study concludes that the Dalöldur lava, south of Vatnafjöll, formed contemporaneously to the Langvíuhraun lava.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Jarðfræðikortlagning á Vatnafjallaeldstöðvarkerfinu.pdf | 4.8 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Viðauki A.pdf | 9 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
Viðauki B.pdf | 175.47 kB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
Viðauki C.pdf | 12.37 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_senda.pdf | 240.27 kB | Lokaður | Yfirlýsing |