is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46288

Titill: 
  • Ostracods from Hvalfjörður, western Iceland: diversity and biomonitoring experiment
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tiltölulega smá krabbadýrin, skelkrabbar (e. ostracoda), eru mikilvægur hluti af lífríki sjávar vegna fjölbreyttra vistfræðilegra hlutverka þeirra, steingervingaskrár og möguleika sem vísbendingar um umhverfisbreytingar. Rannsóknir á skelkröbbum á Íslandi eru aðeins á frumstigi. Fjórum setsýnum var safnað af 30 m dýpi í Hvalfirði á Vesturlandi á sumarið 14. júní og haustið 5. október 2023 til að skoða dýralífið í firðinum. Í júní var tveimur sýnum safnað frá tveimur nálægum stöðum í 180 m fjarlægð frá hvort öðru. Í kjölfarið var 500 kg af kalkhúðuðum viðarflögum bætt við á fyrsta sýnitökustaðinn til að meta áhrif þeirra á botnlægt umhverfi. Í október var aftur safnað tveimur sýnum frá báðum sýnitökustöðunum til að kanna áhrif rotnandi viðarflagana á botndýrasamstæðuna. Fjögur setsýni voru blautsigtuð í rannsóknarstofunni og skelkrabbar tíndir og skoðaðir í tvísærri viðsjá. Átta mismunandi skelkrabba tegundir voru auðkenndar. Samsetningin einkennist af Sarsicytheridea bradii, Elofsonella concinna, Acanthocythereis dunelmensis, Robertsonites tuberculatus, Cytheropteron latissimum, Palmoconcha laevata, Jonesia acuminata og Propontocypris sp. Algengasta skelkrabba tegundin er Sarsicytheridea bradii. Skelkrabba samsetningin af sýnunum tveimur frá júní og tveimur sýnum til viðbótar sem safnað var í október skilaði ekki marktækum mun, sem sýndi að rotnandi viðarflögur höfðu ekki haft áhrif á skelkrabba samsetninguna á tiltölulega stuttum rannsóknartímabilinu sem var þrjá og hálfan mánuð. Skráður smávægilegur munur á gnægð skelkrabba skel og lokum (sem táknar skelkrabba sem var tíndur lifandi) í sýnunum stafar að öllum líkindum af lífsferlum skelkrabba tegunda, fullorðinsárum yfir sumartímann og fleiri þáttum.

  • Útdráttur er á ensku

    The relatively small crustaceans, ostracods, are an important part of the marine environment due to their diverse ecological roles, fossil record, and potential as indicators of environmental changes. Research on ostracods in Iceland is only in an initial stage. Four sediment samples were collected from a depth of 30 m in Hvalfjörður in western Iceland in summer on June 14th and in autumn on October 5th in 2023 to examine the ostracod fauna in the fjord. In June, two samples were collected from two neighboring sites, 180 m apart from each other. Afterwards, 500 kg of lime-coated wood chips were added to site 1 to evaluate their effects on the benthic environment. In October, two samples from both sites were collected again to examine the impact of the decaying wood chips on the benthic assemblage. The four sediment samples were wet sieved in the lab, and ostracods were picked and examined under a binocular microscope. Eight different ostracod species were identified. The assemblage is dominated by Sarsicytheridea bradii, Elofsonella concinna, Acanthocythereis dunelmensis, Robertsonites tuberculatus, Cytheropteron latissimum, Palmoconcha laevata, Jonesia acuminata and Propontocypris sp. The most abundant ostracod species is Sarsicytheridea bradii. The ostracod assemblages of the two samples from June and additional two samples collected in October did not yield significant differences, showing that the decaying wood chips had not impacted the ostracod assemblage during the relatively short study period of three and a half months. Recorded slight differences in the abundance of ostracod valves and carapaces (representing ostracods collected alive) in the samples probably result from the life cycles of the ostracod taxa, reaching adulthood over the summer period, and other factors.

Samþykkt: 
  • 2.2.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46288


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS - Hafrún Birta Hafliðadóttir.pdf999.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing (1)_240201_104932.pdf192.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF