is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46289

Titill: 
  • Óbyggð víðerni utan miðhálendisins og fuglalíf: Helsta löggjöf og opinberu stefnuskjöl fyrir ákvarðanatöku um staðsetningu vindorkugarða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vindorkunýting á Íslandi hefur verið í brennidepli undanfarið. Á meðal helstu álitaefna hvað slíka nýtingu varðar, eru áhrif hennar á óbyggð víðerni utan miðhálendisins og fuglalíf. Vindorkugarðar geta haft í för með sér mikil sjónræn áhrif sem kann að vinna á móti þeirri upplifun sem fólk sækist eftir á óbyggðum víðernum. Þá geta vindorkugarðar haft neikvæð áhrif á fuglalíf, en fuglar geta t.a.m. flogið á spaða vindmyllanna og einnig orðið fyrir búsvæðamissi vegna þess svæðis sem fer undir vindorkugarða. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að greina og fjalla um hvernig helsta íslenska löggjöf og opinberu stefnuskjöl fjalla um verndun óbyggðra víðerna utan miðhálendisins og fuglalífs og hvernig þessi löggjöf og opinbera stefnumörkun geta haft áhrif á ákvarðanatöku um staðsetningu vindorkugarða. Í ritgerðinni er m.a. fjallað um hvernig lög nr. 60/2013 um náttúruvernd stuðla að verndun óbyggðra víðerna og fuglalífs, s.s. með hliðsjón af verndarmarkmiðum laganna og verndaraðgerðum sem framkvæmdar eru á grundvelli laganna, einna helst friðlýsingar. Þá er fjallað um hvernig mat á óbyggðum víðernum og fuglalífi fer fram hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar við mat á verndargildi svæðis við flokkun virkjunarkosta innan rammaáætlunar á grundvelli laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun. Einnig er fjallað um skipulagslöggjöfina (skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013) og hvernig skipulagsáætlanir geta þjónað sem tæki til að stuðla að verndun óbyggðra víðerna og fuglalífs, en einnig sem tæki sem getur stuðlað að uppbyggingu vindorkugarða á óbyggðum víðernum og í grennd við fuglalíf. Að lokum er fjallað um hvernig mat á óbyggðum víðernum og fuglalífi fer fram í umhverfismati á grundvelli umhverfismatslöggjafarinnar (lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana og reglugerð nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana), sérstaklega með tilliti til þess hvað á að koma fram í umhverfismatsskýrslu samkvæmt þeirri löggjöf. Af umfjöllun ritgerðarinnar er ljóst að ekkert eitt svar fæst við því hvort að uppbygging vindorkugarða geti átt sér stað á óbyggðu víðerni og/eða í grennd við fuglalíf, en umfjöllun ritgerðarinnar er til þess fallin að varpa ljósi á þau atriði sem þarf að hafa í huga við slíka ákvarðanatöku. Mikilvægt er að huga að verndun óbyggðra víðerna og fuglalífs, en þó er einnig mikilvægt að uppbygging vindorkugarða geti átt sér stað án þess að þeim sé sniðinn of þröngur stakkur, enda um að ræða uppsprettu endurnýjanlegrar orku sem kann að skipta máli svo að Ísland komist nær því að ná loftslagsmarkmiðum sínum.

  • Útdráttur er á ensku

    Wind energy utilization in Iceland has been in focus lately. Among the main issues with such utilization are its effects on wilderness outside the Central Highlands and birdlife. Wind farms can have a strong visual impact that can counter the wilderness experience people seek. Wind farms can also have a negative effect on birdlife, but birds can e.g. fly on the blade of the wind turbines and suffer habitat loss due to the area that goes under wind farms. The subject of this thesis is to analyze and discuss how the main Icelandic legislation and public policy documents cover the protection of wilderness outside the Central Highlands and birdlife and how this legislation and public policy can influence decision-making on the location of wind farms. In the thesis it is i.a. discussed how Icelandic Nature Conservation Act No. 60/2013 contributes to the protection of wilderness and birdlife, e.g. considering the protection objectives of the Act and the protection measures implemented on the basis of the Act, especially protection of areas. The thesis also discusses how the assessment of wilderness and birdlife is carried out by the project management of the Icelandic Master Plan for Nature Protection and Energy Utilization when assessing the conservation value of an area when classifying power generation options within the Master Plan based on Icelandic Act on the Master Plan for Nature Protection and Energy Utilization No. 48/2011. It also discusses the Icelandic planning legislation (Icelandic Planning Act No. 123/2010 and Icelandic Planning Regulation No. 90/2013) and how spatial plans can serve as a tool to facilitate the protection of wilderness and birdlife, but also as a tool that can facilitate the development of wind farms in the wilderness and nearby birdlife. Finally, it is discussed how the assessment of wilderness and birdlife is carried out in an environmental impact assessment based on the Icelandic environmental impact assessment legislation (Icelandic Act on Environmental Impact Assessment of Projects, Public Plans and Programmes No. 111/2021 and Icelandic Regulation on Environmental Impact Assessment of Projects Public Plans and Programmes No. 1381/2021), especially with regard to what should be assessed in an environmental impact assessment report according to that legislation. It is clear that there is no single answer as to whether the development of wind farms can take place in the wilderness and/or in the vicinity of birdlife, but the thesis serves to shed light on the issues that need to be kept in mind regarding such decision-making. It is important to consider the protection of wilderness and birdlife, but it is also important that the development of wind farms can take place without too much restrictions, since it is a source of renewable energy that may be important so that Iceland gets closer to achieving its climate goals.

Styrktaraðili: 
  • Vísindasjóður Orkuveitu Reykjavíkur (VOR)
    Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar
Samþykkt: 
  • 2.2.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46289


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna - Brynhildur Sörensen.pdf239.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Óbyggð víðerni utan miðhálendisins og fuglalíf_Brynhildur Sörensen.pdf1.06 MBLokaður til...31.12.2140HeildartextiPDF