is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46300

Titill: 
  • Að „höndla" áfengi og að höndla með áfengi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Áfengi er engin venjuleg neysluvara og eru því viðskipti og verslun við áfengi áhugavert í hagfræðilegum skilningi. Ekki er hægt að koma að áfengi með hefðbundinni hagfræðilegri nálgun þar sem varan hefur í för með sér umtalsverðan samfélagslegan kostnað sem er ekki borinn af neytandanum. Áfengi er nefnilega ein af þeim fáu vörum sem stangast á við hefðbundin hagfræðilíkön. Mikil neyslubrenglun er til staðar þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir að neytendur taki skynsamlegar og velferðar hámarkandi ákvarðanir þegar það kemur að vöru eins og áfengi. Þeir sem neyta áfengis í auknum mæli eru ónæmari fyrir verðbreytingum miðað við þá sem hafa hóflegt neyslumynstur. Áfengisfíkn flækir ábatamatið töluvert. Með aukinni neyslu á ávanabindandi vöru eins og áfengi þá missir neytandinn smám saman vald sitt til þess að velja á milli vara sem hámarka hans velferð vegna þess að hann ofmetur virði áfengis miðað við aðrar vörur.
    Að koma réttu fyrirkomulagi á áfengissölu er gríðarlega mikilvægt. Í ljósi skaðseminnar er hægt að réttláta inngrip stjórnvalda til þess koma neyslunni á rétta braut. En í hve miklum mæli ættu takmarkanir stjórnvalda að vera? Miklir möguleikar eru til hagræðinga við einkavæðingu áfengisölunnar en að sama skapi ógnar sú tillaga lýðheilsu og þar með almannahagsmuni. Stjórnvöld standa frammi fyrir miklu verkefni þegar það kemur að stefnumótun í áfengismálum og þarf ákvarðanataka að vernda bæði almannahagsmuni og taka tillit til því efnahagslegu mikilvægi sem áfengi býr yfir.

Samþykkt: 
  • 7.2.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46300


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc ritgerð lokaskil - Þormóður Þormóðsson.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna