is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46306

Titill: 
  • Gervigreind og stafræn markaðssamskipti : „Ég held að við séum bara að sjá toppinn á ísjakanum“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með gífurlegum tækniframförum síðustu áratugi hefur gervigreind orðið mjög sýnileg. Er hún talin stór hluti fjórðu iðnbyltingarinnar og hefur teygt anga sína inn í hin ýmsu svið viðskiptaumhverfisins, þar er markaðsumhverfið engin undantekning. Gervigreindin hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár og er aðgengi að henni töluvert betra en áður. Markaðsumhverfið hefur á sama tíma tekið miklum og örum breytingum og má það meðal annars rekja til tækniframfara. Með notkun gervigreindar hafa fyrirtæki nú möguleika á að nálgast og eiga samskipti við viðskiptavini sína á margbreytilegri hátt.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða ávinning auk takmarkana við notkun gervigreindar við stafræn markaðssamskipti. Var það gert með því að styðjast við eigindlega rannsóknaraðferð, þar sem tekin voru viðtöl við sex sérfræðinga á sviði markaðsmála eða gervigreindar.
    Tilgátur rannsakenda í upphafi voru að ávinningur snéri fyrst og fremst að því hversu fljót gervigreindin væri að vinna úr gögnum og upplýsingum. Einnig þeim möguleika að hún flýtti töluvert fyrir tímafrekum verkefnum. Tilgátur varðandi takmarkanir voru ekki nógu skýrar í upphafi og gerðu rannsakendur sér ekki fyllilega grein fyrir umfangi gervigreindarinnar. En gerðu þó ráð fyrir því að takmarkanir væru til staðar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að viðmælendur voru einróma um að telja talsverðan ávinning hljótast af notkun gervigreindar í stafrænum markaðssamskiptum sem og markaðsstarfi almennt. Ávinning töldu viðmælendur vera margvíslegan en þá sérstaklega koma fram í tímasparnaði og gagnavinnslu. Takmarkanirnar snúa einna helst að notandanum sjálfum, reynslu hans sem og skilningi á getu gervigreindarinnar.

  • Útdráttur er á ensku

    With major technological advancements in the last few decades, artificial intelligence (AI) has become much more visible. It is considered a large part of the fourth industrial revolution and has spread into various areas of the business environment, where the marketing environment is no exception. AI has been a highly debated topic in recent years as it has become much more accessible. At the same time, the market environment has changed rapidly, partly due to technological progress.
    The purpose of the study was to examine the benefits and limitations of using AI in digital marketing communications. The data on which the study is based was collected through the qualitative research method, where interviews were conducted with six experts in the field of marketing or AI.
    At the beginning of the study, the assumption which the researchers aimed to investigate was that the benefits were primarily related to how quickly AI could process data and information. Assumptions regarding limitations were not clearly outlined at the beginning, as researchers did not fully understand the extent of AI. However, the study does assume that there are limitations.
    The results of the study found that the interviewees unanimously believed that there are considerable benefits to be gained from the use of AI in digital marketing communications as well as marketing work in general. But the limitations are mainly related to the user himself, his experience and understanding of the capabilities of AI.

Samþykkt: 
  • 14.2.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46306


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AsaLiljaRognvaldsdottir_RosaMariaRunarsdottir_BS_Lokaverk.pdf1,27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfunda/r hverju sinni.