is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46313

Titill: 
  • Birgðastýring í netverslun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvaða aðferðir við birgðastjórnun er ákjósanlegasti kosturinn þegar kemur að íslenskum netverslunum. Rannsakandi vildi einnig athuga hvort þær netverslanir sem rætt var við væru að nýta sér sömu eða sambærilegar aðferðir þegar kemur að birgðastjórnun. Leitað var að svörum um helstu áskoranir eða áhættu sem fyrirtækin standa frammi fyrir með rekstur á netverslun og hversu mikilvægt það er að reka netverslun samhliða verslun.
    Markmið rannsóknar var að geta bent á þær aðferðir sem virka vel og fá innsýn inn í hvernig fyrirtæki beita þeim til að tryggja sem bestan árangur, ásamt því að koma í veg fyrir tap.
    Fræðilegur bakgrunnur nær yfir birgðir, birgðastjórnun og birgðakerfi, ásamt nokkrum undirköflum. Á eftir þeim koma aðrir kaflar þar sem fjallað verður um netverslun, neytendahegðun og markaðssetningu á netinu.
    Rannsakandi nýtti sér eigindlega rannsókn þar sem leitast var eftir svörum um aðferðafræði við birgðastjórnun, markaðssetningu á netinu og birgðakerfi. Tekin voru viðtöl við fimm einstaklinga með þekkingu á rannsóknarefninu.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að aðferðafræði við birgðastýringu er mikilvæg, sama á hvaða markaði og á hvaða stærðarskala fyrirtækin eru. Hins vegar sýndu niðurstöður að ákveðin birgðakerfi henta fyrirtækjum út frá stærð þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research was to investigate which methods of inventory management are the most desirable choices for Icelandic online businesses. The researcher also wanted to examine whether the online businesses discussed were utilizing the same or similar methods when it came to inventory management. The study aimed to find answers regarding the main challenges or risks that companies face when operating online businesses and how important it is to run an online business alongside a physical store.
    The goal of the research was to identify methods that work effectively and gain insight into how companies are applying them to ensure the best results and prevent losses. The research background covers inventory, inventory management, and inventory systems, along with several subsections. Following these, other chapters will discuss e-commerce, consumer behavior, and online marketing.
    The researcher utilized a qualitative research approach, seeking answers regarding the methodology of inventory management, online marketing, and inventory systems. Interviews were conducted with five individuals knowledgeable about the research subjects.
    The results of this research indicate that inventory management methodology is crucial, regardless of the market and the scale of the companies. However, the findings also show that specific inventory systems are more suitable for companies based on their size.

Samþykkt: 
  • 15.2.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46313


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KarenHarpaKristinsdottir_BS_lokaverk.pdf2,36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfunda/r hverju sinni.