is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46314

Titill: 
  • Hefur þú prófað ChatGPT?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gervigreind! Orðið vekur ýmist óhug eða áhuga hjá fólki og þegar fjölmiðlar útlista áhyggjum skóla um allan heim að trúverðugleiki menntunar sé í húfi vegna málgreindar spunagreindarinnar ChatGPT ræður hræðslan ríkjum. Gripið var í að setja próf upp sem munnleg próf í ýmsum Skandinavískum skólum og efast var um skil nemenda á heimaprófum og verkefnum.
    Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna notkun nemenda, á efri menntastigum á Íslandi, á ChatGPT sem aðstoð við nám. Einnig var skoðað hversu mikið traust nemendur hafa á svörum og tillögum spunagreindarinnar ásamt skoðun nemenda á aukinni fræðslu þess. Rannsakað var með megindlegri rannsóknaraðferð og send út spurningakönnun á nemendur háskóla og framhaldsskóla.
    Niðurstöður sýndu fram á fjölbreytta notkun en þó aðallega til upplýsingaöflunar, þankahríð (e.brainstorming) og aðstoð við ýmsa verkefnavinnu. Einnig sýndu niðurstöður að nemendur virtust annað hvort bera mikið traust til ChatGPT eða ekki hafa næga þekkingu til að svara af eða á. Þorsti nemenda er í aukna fræðslu á því hvernig notkun geti verið áhrifarík sem aðstoð við nám og má álykta að nemendur vilji að framtíðarnám og kennsla beri með sér tæknina að vopni.

  • Útdráttur er á ensku

    Artificial intelligence! The word causes either dismay or interest in people, and when the media outlines the concerns of schools around the world that the credibility of education is at stake due to the language based model of the artificial intelligence ChatGPT, fear takes control. There was an attempt to set up tests as oral tests in various Scandinavian schools, and students' performance on homebased tests and assignments was questioned.
    The purpose of this study was to investigate the use of ChatGPT by students, at higher education levels in Iceland, as an aid to learning. It was also examined how much confidence the students have in the answers and suggestions of the improvisational intelligence, together with the students' opinion on increased education about it. The research was conducted using a quantitative research method and a questionnaire was sent out to Universities and secondary school students.
    Results showed a wide range of uses, but mainly for information gathering, brainstorming and assistance with various project work. Also, results showed that students either seemed to have a lot of confidence in ChatGPT or did not have enough knowledge to answer if they did or not. Students' thirst is for more education on how to use ChatGPT correctly can be effective as an aid to learning, and it can be concluded that students want future studies on the issue and schools to use technology as a resourceful tool.

Samþykkt: 
  • 15.2.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KatrinDoggPalsd_BS_lokaverk.pdf2.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfunda/r hverju sinni.