Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46316
Fjölmörg fyrirtæki eru farin að nýta sér gervigreind (AI) í stafrænni markaðssetningu, svo mörg að jafnvel mætti tala um byltingu. Til dæmis hafa erlendu risafyrirtækin Red Balloon og Harley Davidson notast við sjálfvirkar stafrænar auglýsingaherferðir með því að nýta gervigreind. Með hliðsjón af þessari stafrænu byltingu tekst þessi rannsókn á við þá spurningu hver áhrifamáttur gervigreindar er til að taka við störfum markaðsfræðinga sem starfa á stafrænum miðlum á Íslandi. Þessi rannsókn er ætluð sem mikilvægt skref í að útskýra kosti og takmarkanir sem fylgja því að nýta gervigreind í stafrænu markaðsstarfi. Rannsóknin er framkvæmd með þverfaglegri nálgun, þar sem notast var við blandaða rannsóknaraðferð með viðtölum við markaðsfræðinga, stjórnendur og einn gervigreindarsérfræðing. Þá var spurningakönnun send var á markaðsfræðinga sem starfa sem slíkir á íslenskum markaði. Leitast var við að greina núverandi og framtíðarhlutverk gervigreindar í stafrænu markaðsstarfi. Þessi rannsókn er ekki aðeins spegilmynd af nútímanum, heldur einnig hugsuð sem leiðarkort fyrir markaðsfræðinga sem leitast við að samþætta gervigreindina í sitt markaðsstarf. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að gervigreind hefur enn ekki tekið við starfi markaðsfræðinga á stafrænum miðlum en niðurstaðan undirstrika þó þörfina á því að markaðsfræðingar tileinki sér þekkingu á gervigreind þar sem fjölmargir góðir kostir eru af henni í nýtingu markaðssetningar, enda er ljóst að stafræn tækni og stafræn markaðssetning er komin til þess að vera.
Numerous companies are starting to use artificial intelligence (AI) in digital marketing, so many that one could even talk about a revolution. For example, business giants Red Balloon and Harley Davidson have used automated digital advertising campaigns using artificial intelligence. With this digital report, this study deals with the question of what the influencing factor of artificial intelligence is to accept marketers working in digital media in Iceland. This study is intended as a step in explaining the benefits and limitations of using artificial intelligence in digital marketing. The research is conducted using a cross-disciplinary approach, using a mixed research approach with interviews with marketers, managers and one AI expert. Then a questionnaire was sent to marketing experts who work as such in the Icelandic market. The research seeks to analyze the current and future role of artificial intelligence in digital marketing. This study is not only a reflection of the present, but also hopefully a roadmap for marketers seeking to integrate AI into their marketing efforts. The results of the study shows that artificial intelligence has not yet taken over the work of marketers in digital media, but the result does highlight the need for marketers to learn about artificial intelligence, as there are many good advantages of it in the use of marketing, as it is clear that digital technology and digital marketing is here to stay.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kristjana Huld Kristinsdóttir og Marko Markovic_BS_lokaverk.pdf | 2,58 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfunda/r hverju sinni.