is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46317

Titill: 
  • Þróun vátrygginga : hvernig hefur íslenskur vátryggingmarkaður þróast og hver er líkleg framtíð vátrygginga á Íslandi.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna hvernig vátryggingamarkaðurinn á Íslandi hefur þróast í gegnum tíðina og hvernig vörur hans, markaðsaðstæður, kauphegðun og útreikningar á tryggingaiðgjöldum hafa verið í stöðugri þróun í kjölfar breytinga á hegðun okkar og lífshring. Gerð var eigindleg rannsókn til að
    safna upplýsingum. Rætt var við fimm einstaklinga, þar af fjóra sem starfa við vátryggingar og hafa áralanga reynslu af vöruþróun og vörustjórnun, og einn sem hefur ekki unnið við vátryggingar en hefur mikla reynslu af tryggingum bæði sem eigandi fyrirtækis og sem einstaklingur. Rannsóknarspurningin sem sett var fram var: Þróun trygginga. Hvernig hefur íslenskur vátryggingamarkaður þróast og hver
    er líkleg framtið vátrygginga á Íslandi? Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að vöruþróun er frekar hæg og reynir að fylgja eftir nýjungum í uppgötvunum og bregðast við aðstæðum frekar en að reikna út hvað framtíðin ber í skauti sér. Markaðsaðstæður hafa verið snúnar á vátryggingamarkaði, oft á tíðum vegna afskipta hins opinbera en einnig vegna smæðar markaðarins og erfiðu aðgengi að honum. Kauphegðun einstaklinga og fyrirtækja hefur tekið miklum breytingum, frá símtölum og heimsóknum yfir í rafrænar lausnir, en umbreytingin í rafrænar lausnir gengur þó hægt. Iðgjaldaútreikningar hafa tekið stökkbreytingum í gegnum tíðina með örari tækniframþróun í úrvinnslu stórra gagnasafna og í framtíðinni er óumflýjanlegt að gervigreind muni taka yfir þá útreikninga að mestu eða öllu leyti.

Samþykkt: 
  • 15.2.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46317


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
OliRafnjonsson_BS-lokaverk.pdf561.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna