Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46319
Ofneysla á textíl er stór partur af úrgangsvandamálum heimsins. Með tilkomu lagabreytinga um úrgangsstjórnun sem tóku gildi 1. janúar 2023 sem endurspegla tilskipun Evrópusambands um úrgangsstjórnun, urðu breytingar á kröfum um söfnun textíls. Rannsakendur ákváðu að skoða hver staðan væri á Íslandi þegar að kemur að hringrásarhagkerfi textíls og hvort það sé hægt að gera betur.
Góð skil eru gerð á helstu hugtökum, kenningum og fyrri rannsóknum í fræðilegum bakgrunni, einnig breytingum á úrgangslögum sem og tilskipun Evrópusambandsins. Farið er yfir samfélags- og umhverfisáhrif textíls og skoðuð textíl fyrirtæki á Íslandi sem vinna að sjálfbærni í sínum rekstri. Framkvæmdar voru bæði eigindlegar og lýsandi rannsóknir. Í eigindlegu rannsókninni voru tekin viðtöl við fjóra viðmælendur sem eiga það allir sameiginlegt að vinna hjá fyrirtækjum sem taka á móti notuðum textíl. Lýsandi rannsóknin fól í sé samanburð á Íslandi og Danmörku, þar sem útgefnar skýrslur og upplýsingar um hringrásarhagkerfi textíls voru rýndar og samanburður gerður.
Helstu niðurstöður voru hvað lítið var til af rannsóknum um stöðu textíls í hringrásarhagkerfinu á Íslandi sem takmarkaði samanburð og þær upplýsingar sem rannsakendur komust yfir eru ábótavanar. Kom okkur mikið á óvart magnið af notuðum textíl sem safnast á Íslandi og einnig hvað mikið misræmi er á milli magns sem gefið er upp og áætlaðs magns sem fæst frá yfirvöldum. Telja rannsakendur það vera of mikið misræmi þar á milli. Einnig komust við að því að það megi gera mun betur í flokkun textíls á Íslandi með því markmiði að koma textílnum í áframhaldandi notkun innanlands. Það sem ekki er hægt að nýta áfram væri þá hægt að senda erlendis flokkað til endurvinnslu til að auka verðmæti textílsins samanborið við Danmörku.
Overconsumption of textiles is a large part of the world's waste problems. With the introduction of legislative changes on waste management that entered into force on January 1, 2023, which reflects the European Union directive on waste management that made changes in the requirements for the collection of textiles. The researchers decided to look at the situation in Iceland when it comes to the circular economy of textiles and whether more can be done.
The main concepts, theories, and previous research in the academic background were conveyed, and changes in the waste laws as well as the directive of the European Union. The social and environmental impact of textiles is reviewed and textile companies in Iceland that work towards sustainability in their operations are examined. Both qualitative and descriptive studies were conducted. In the qualitative research, interviews were conducted with four interviewees who all have in common that they work for companies that collect used textiles. The descriptive study included a comparison between Iceland and Denmark, where published reports and information on the circular economy of textiles were reviewed and compared.
The main results were that there was little research on the status of textiles in the circular economy in Iceland, which limited comparisons, and the information that the researchers came across is lacking. The amount of used textiles that is collected in Iceland surprised us, and how much of a discrepancy there is between the figures that we found and the estimated figures from the authorities. The researchers believe that there is too much discrepancy between them. The results also shows that it is possible to do much better when it comes to the sorting of textiles in Iceland with the aim of bringing the textile into continued use within the country. What cannot be used within the country could then be sent abroad fully sorted for recycling to increase the value of the textile, compared to how it is done in Denmark.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
IrisGroaSveinsdottir_StefaniaSifWDison_BS_lokaverk..pdf | 1.03 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfunda/r hverju sinni.