is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46320

Titill: 
  • Hver er framtíð þjónustustarfs í verslunum? Með tilkomu sjálfsafgreiðslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um hver framtíð þjónustustarfs er vegna tilkomu sjálfsafgreiðslu í verslunum. Gífurleg aukning hefur verið á sjálfsafgreiðslu út um land allt og mikil umræða hefur skapast í samfélaginu að þjónustustörf séu að fjara út. Því ákvað rannsakandi að framkvæma megindlega og eigindlega rannsókn. Viðtöl voru tekin við þrjá stjórnendur í verslunum sem hafa innleitt sjálfsafgreiðslu þar sem spurt var út í framtíð þjónustustarfs, hver þróunin verður í framtíðinni og vinnuskipulag starfsfólks. Einnig var sent út spurningakönnun á Facebook þar sem 171 þátttakendur tóku þátt. Þar var spurt út í viðhorf sjálfsafgreiðslu og hvernig þátttakendur litu á þessa þróun sem á sér stað.
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að mikil aukning hefur verið á sjálfsafgreiðslu og miklar breytingar hafa verið í verslun. Þessar breytingar og þróanir munu ekki minnka heldur bara verða meiri og meiri. Stjórnendur verslana vilja aðeins vera með þessar sjálfsafgreiðslulausnir til að bæta upplifun viðskiptavina og gefa þeim fleiri valmöguleika í sinni verslunarferð. Þó að umræða samfélagsins segir að þjónustustörf séu að fjara út að þá eru stjórnendur ekki sammála og verða þjónustustörf alltaf mikilvæg bara í breyttri mynd.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis discusses what the future of service jobs is due to the introduction of self-service in stores. There has been a huge increase in self-service all over the country and there has been a lot of discussion in society that service jobs are disappearing. Therefore the researcher decided to conduct a quantitative and qualitative study. Interviews were conducted with three managers in a store that has implemented self-service, where they were asked about the future of service jobs, what developments will happen in the future and the work organization of the staff. A questionnaire was also sent out on Facebook in which 171 participants took part. Participants were asked about how they looked at self-service and how they viewed this development that is taking place.
    The results of the thesis are that there has been a big increase in self-service and there have been big changes in the store. These changes and developments will not decrease, but will only become greater and greater. The managers only want to have these self-checkouts to improve the experience and give them more options in their shopping trip. Although the society's discussion that service jobs are fading away, managers do not agree and service jobs will always be important just in a different form.

Samþykkt: 
  • 15.2.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46320


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ThelmaTaraJeannotsdottir_BS_Lokaverk..pdf2,23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfunda/r hverju sinni.