is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46323

Titill: 
 • "Ætlaðir þú að kaupa þetta?" Áhrif framsetninga á vörum í verslunum Hagkaups á Íslandi á sölutölur og skyndikaup
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður rannsakað með hvaða hætti framstillingar og markaðsefni til stuðnings vara hafa áhrif á sölutölur og skyndikaup. Tvær nokkuð ólíkar vörur; sykurlaust Appelsín og Ballerina kex voru skoðaðar með svipuðum hætti þar sem þremur mismunandi framstillingum var beitt yfir rúmlega þriggja vikna tímabil. Breytingar á framstillingum voru gerðar í tveimur Hagkaups verslunum; Skeifunni og Garðabæ. Einnig var notast við spurningalista við hverja breytingu sem var hannaður til að greina hvort um skyndikaup væri að ræða sem og sölutölur verslananna, bæði þeirra sem breyturnar fóru fram í og öðrum verslunum Hagkaups á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var gert til að greina hvort breyturnar hefðu þessi áhrif á söluna eða hvort að um óþekkt utanaðkomandi áhrif væri að ræða. Til þess að átta sig betur á eðli skyndikaupanna í vöruflokkunum var lagður örstuttur spurningalisti fyrir kaupendur af öllu gosi og öllu sætu kexi til þess að sjá ákveðna grunnlínu skyndikaupa í báðum vöruflokkum.
  Rannsóknarspurningin er tvíþætt: „Hvaða áhrif hefur framsetning vöru á sölutölur og skyndikaup?“
  Notast var við megindlegar rannsóknaraðferðir við upplýsingaöflun þar sem spurningar sem lagðar voru fyrir voru að öllu leyti lokaðar og síðar skoðaðar sölutölur til viðmiðunar.
  Sölutölur sýndu með nokkuð skýrum hætti að mismunandi framsetningar hafa vissulega áhrif en skyndikaup voru þó aðeins flóknari í greiningu. Þá reyndi á hæfni höfunda að yfirfara mikið magn af gögnum en það er trú rannsakenda að skyndikaup haldist að miklu leyti í hendur við auknar sölutölur. Það mátti sjá skýr dæmi um að skyndikaup jukust í takt við markaðsaðgerðir og framsetningar. Sölutölur gáfu einnig skýr merki um aukningu í takt við framkvæmd og umfang markaðsaðgerða.

 • Útdráttur er á ensku

  This market research is intended to investigate the impact of product display and marketing material on sales performance and impulse buying behaviour for two different products: Sugar-free Appelsín and Ballerina biscuits. The study involved an examination of three different presentation formats implemented over a three-week period. These variations in presentation were executed in two Hagkaup stores, located in Skeifan and Garðabær. A questionnaire was administered for each variable, structured to determine the incident of impulse purchases. Afterward, sales data from the above-mentioned stores, as well as all other Hagkaup establishments within the capital region, were analysed to determine whether these variables applied an influence on sales figures or were subject to other unknown external factors. To attain a better understanding of impulsive consumer behaviour within the specified product categories, a brief questionnaire was designed and administered to individuals purchasing soda and biscuits. This method aimed to establish a foundational baseline for impulse buying tendencies within both product realms.
  The research question is twofold: "What effect does product display have on sales figures and impulse purchases?"
  Quantitative research methods were used for information gathering, utilizing entirely closed-ended inquiries, followed by an inspection of sales figures for comparative analysis. Sales figures showed quite clearly that different product displays certainly have an effect, but impulse buying behaviour was slightly more complex to analyse. The authors' ability to evaluate a large amount of data was tested, but it is the researchers' belief that impulse buying behaviour does go hand in hand with increased sales figures, as clear examples of impulse purchases could be seen increasing in line with marketing actions and presentations. Sales figures also gave clear signs of an increase in line with the execution and scope of marketing activities.

Styrktaraðili: 
 • Merking ehf
Samþykkt: 
 • 15.2.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/46323


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ætlaðir þú að kaupa þetta-Áhrif framsetninga á vörum í verslunum Hagkaups á Íslandi á sölutölur og skyndikaup.pdf4.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfunda hverju sinni.