is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46326

Titill: 
  • Samspil PSD2 og AMLD4 : með áherslu á skyldur þriðju aðila í greiðsluþjónustu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í kjölfar gífurlegrar framþróunar síðustu ára í fjártæknigeiranum og þar með aukinni rafrænni greiðslumiðlun hefur löggjafinn þurft að bregðast hratt við með aukinni reglusetningu. Eftir að tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2007/64, betur þekkt sem PSD1, tók gildi innan Evrópusambandsins og var síðar meir innleidd með þágildandi lögum nr. 120/2011, komu nýliðar inn á markað fyrir greiðsluþjónustu, þ.e. svokallaðir þriðju aðilar í greiðsluþjónustu. Þessir þriðju aðilar í greiðsluþjónustu féllu ekki undir gildissvið PSD1 sem þótti meðal annars tilefni til heildarendurskoðunar á tilskipuninni. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2366, um greiðsluþjónustu á innri markaðnum, betur þekkt sem PSD2, var ætlað að mæta tækniframþróun síðustu ára með því að fella þriðju aðila í greiðsluþjónustu undir gildissvið tilskipunarinnar og þar með efla markaðinn á sviði greiðsluþjónustu, auka samkeppni og öryggi neytenda. Með innleiðingu PSD2 í landsrétt með lögum um greiðsluþjónustu nr. 114/2021, voru þriðju aðilar í greiðsluþjónustu felldir undir gildissvið laganna, en þetta eru annars vegar greiðsluvirkjendur og hins vegar reikningsupplýsingaþjónustuveitendur. Samkvæmt PSD2 eiga greiðsluvirkjendur og reikningsupplýsingaþjónustuveitendur að vera greiðslustofnanir. Skv. tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, betur þekkt sem AMLD4, sem innleidd var í landsrétt með lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, eru allar greiðslustofnanir skv. PSD2 jafnframt tilkynningarskyldir aðilar. Þeim ber því meðal annars að afla upplýsinga um viðskiptamenn sína með framkvæmd áreiðanleikakannana.
    Markmið þessarar ritgerðar er að skoða stöðu greiðsluvirkjenda og reikningsupplýsingaþjónustuveitenda skv. innlendri löggjöf, þ.e. hvort þessir aðilar séu greiðslustofnanir sem falla undir gildissvið laga nr. 140/2018 og séu því jafnframt tilkynningarskyldir aðilar. Þá verður farið yfir þær kröfur sem annars vegar PSD2 og hins vegar AMLD4 leggja á þessa aðila með áherslu á skyldu þeirra til að þekkja deili á viðskiptamönnum sínum. Þá verður þeirri rannsóknarspurningu velt upp hvort lögin séu of íþyngjandi og gangi þar með gegn markmiðinu með PSD2 sem var að efla samkeppni á innri markaði fyrir greiðsluþjónustu.

Samþykkt: 
  • 15.2.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46326


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SoffiaAdda_ML_lokaverk.pdf1.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.