is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46331

Titill: 
  • Er ástæða til að endurskoða gallaþröskuld 18. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Leitast er eftir í ritgerð þessari að skoða hvort ástæða sé til að endurskoða gallaþröskuld 18. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Litið verður á þær fræðigreinar sem hafa verið skrifaðar um gallamál í fasteignum og laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Reifaðir verða dómar Hæstaréttar, Landsréttar sem varða álitaefnið. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar snúa að því að álykta mætti að ástæða sé kominn til að endurskoða gallaþröskuldinn. Er þar helst að nefna að fasteignaverð hefur hækkað umtalsvert frá 2002 til ársins 2022 og geta því viðmið hafa breyst frá gildistöku laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Eign sem kostaði 20 miljónir króna árið 2002 og var þá 20 ára gömul, hefur hækkað í verði um rúmlega helming og er því kominn yfir 40 miljónir króna og er orðinn 40 ára gömul árið 2022. Viðmið eru þau sömu og jafnvel orðin meiri þar sem settar eru meiri kröfur á gamlar eignir að gallaþröskuldurinn sé náð sem er 10% af kaupverði fasteignar. Aldur eignar getur haft meiri áhrif og þarf viðgerðarkostnaður að vera 4 miljónir, í staðinn fyrir 2 miljónir þegar lög nr. 40/2002 um fasteignakaup tóku gildi árið 2002. Sé tekið mið af einungis breytingum á kaupverði fasteigna og þeim hækkunum er hægt að sjá ástæðu til að gera breytingar, það á þó einnig við ef dómar eru skoðaðir er ekki hægt að álykta að tekist hafi að festa í sessi viðmið sem unnt er að styðjast við í framkvæmd. Lagðar verða fram tillögur að breytingum.

Samþykkt: 
  • 16.2.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46331


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elmar Guðlaugsson_ML_lokaverk master.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.