Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46333
Ítrekaðar lagabreytingar hafa átt sér í stað á ári hverju síðustu misseri. Töluverð óþægindi hafa ríkt á meðal neytenda, lögaðila sem og innflutningsaðila og hefur reynst þeim erfitt að áætla kaup á umhverfisvænum bifreiðum vegna ófyrirsjáanleika sem hefur myndast vegna lagasetningar á lögum til bráðabirgða trekk í trekk. Bæði löggjafinn og stjórnvöld hafa reynt að sjá fyrir þróun orkuskiptanna en slíkt hefur ekki verið einfalt þar sem fá fordæmi búa að baki.
Áhrifin sem þetta hefur valdið er ákveðin óvissa fyrir neytendur og óvissa hvað sé framundan. Löggjafinn hefur verið meðvitaður um slíkt og unnið að því framlengja lagaákvæðunum lengur en til eins árs, með málefnaleg löggjafarsjónarmið í huga ásamt hagsmunum stjórnvalda og neytenda. Ekki síður hafa markmið stjórnvalda spilað inn í lagasetninguna en stjórnvöld stefna á að ná 130 þúsund skráðum bifreiðum á götum Íslands svo að fullum orkuskiptum sé náð á fólksbifreiðum.
Helsta niðurstaða lokaritgerðarinnar er sú að löggjafinn hafi notast við skýr og málefnaleg löggjafarsjónarmið við gerð XXIV. kafla vskl. á borð við að greiða neytendum aðgang að umhverfisvænum bifreiðum og lækka kaupverð þeirra ásamt því að ná háleitum markmiðum stjórnvalda í orkuskiptunum á Samgöngum hérlendis. Gallinn er hins vegar sá að lagaákvæði XXIV. kafla vskl. hafa oftast verið til bráðabirgða þar sem erfitt hefur verið fyrir löggjafann að sjá nákvæmlega fyrir hvað framtíðin og orkuskiptin bera nákvæmlega í skauti sér á sama tíma og hann hefur þurft að gæta þess að niðurgreiða ekki um of vegna tekjuþarfa ríkisins. Af því gefnu hafi myndast ákveðin óvissa með tímanum hvað skyldi gerast næst. Þá hefur lagasetningin gengið fyrst og fremst út á að ná markmiðum stjórnvalda um orkuskipti. Að því sögðu hafa þó störf löggjafans og þessar ítrekuðu breytingar sem snúa að ívilnunum umhverfisvænna bifreiða verið heilt yfir til samræmis góðum lagasetningarviðmiðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
HelgiRagnarGunnarsson_BS_lokaverk.pdf | 554,15 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |