Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46335
Í þessu lokaverkefni verður afstaða lækna til dánaraðstoðar könnuð. Rannsakandi tók eftir aukinni umfjöllun um efnið og vildi kanna afstöðu lækna til dánaraðstoðar og hvort væri hægt að heimfæra afstöðu þeirra upp á kenningar John Stuart Mill um frelsið. Rannsakandi notaðist við eigindlega rannsóknaraðferð og var gagnaöflun í formi hálf staðlaðra spurninga. Talað var við 3 lækna sem valdir voru með hentugleika úrtaki. Tilgangur rannsóknarinnar var að svara rannsóknarspurningunni: Hver er afstaða lækna til dánaraðstoðar og samræmist hún hugmyndum John Stuart Mill um frelsið?
Ekki náðist mettun um efnið og orsakast það af fáum viðmælendum. Meirihluti viðmælenda voru hlynntir dánaraðstoð og samræmdust svör þeirra kenningum John Stuart Mill um einstaklingsfrelsið. Einnig var hægt að sjá samræmi við kenningar John Stuart Mill þegar kemur að sjálfsákvörðunarrétti sjúklings og læknis. Þó að niðurstöður þessar séu ekki yfirfæranlegar á læknastéttina í heild sinni er þetta áhugavert innlit sem endurspeglar mögulega skoðannir hennar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð_AriOrrason.pdf | 292.73 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |