Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46338
Tilgangur og markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvaða áhrif keðjuábyrgð (e. Chain of Responsibility) gæti haft á starfsumhverfi sjálfstætt starfandi listafólks í sviðslistum og kvikmyndum. Keðjuábyrgð var innleidd í íslensk lög árið 2016 og varðar útboð og innkaup á vegum hins opinbera. Keðjuábyrð inniber að í útboðs- eða innkaupaferli skulu aðilar sem eru tengdir á beinan eða óbeinan hátt með samningssambandi bera sameiginlega ábyrgð á að starfskjör og aðbúnaður sé samkvæmt kjarasamningum. Markmið með slíkum lögum er að koma í veg fyrir vinnumarkaðsbrot svo sem misnotkun á vinnuafli og félagsleg undirboð (e. Social dumping). Félagsleg undirboð verða þegar brotið er gegn kjarasamningum um laun og/eða vinnutíma, þegar framleiðsla er færð til svæða þar sem réttindastaða er veik eða þegar verkefnum fyrirtækis er útvistað til aðila með veikari samningsstöðu.
Sjálfstætt starfandi listafólk í sviðslistum og kvikmyndum nýtur ekki verndar kjarasamninga nema það sé tímabundið ráðið inn í sviðslistastofnanir. Samningsstaða þessa hóps er veik og aðstöðumunur mikill. Verktaka er algengt form ráðningar og samfella í starfi er ekki fyrir hendi. Þessi staða býr til fjárhagslegt óöryggi og veikir réttindasöfnun.
Opinber fjárstuðningur er umtalsverður í sviðslistum og kvikmyndum á Íslandi og því byrjar keðjan þar, hjá hinu opinbera. Í sviðslistum gefur hið opinbera út ólík viðmið fyrir sömu störf, unnin af sama fólkinu, með sömu háskólamenntunina. Í kvikmyndum veitir hið opinbera margháttaðan fjárstuðning til atvinnugreinar sem hefur enga kjarasamninga að styðjast við. Til að öðlast gleggri sýn á viðfangsefnið voru tekin viðtöl við ýmsa hagaðila og spurningakönnun lögð fyrir listamenn í því skyni að fá þeirra mat á starfsumhverfið og hvort keðjuábyrgð gæti þar haft áhrif.
The purpose of this research is to investigate what effect Chain of Responsibility could have on the working environment of freelance artists in the performing arts and films. Chain responsibility was introduced into Icelandic law in 2016 and concerns tenders and purchases by the public sector. Chain responsibility means that in a tender or procurement process, parties that are connected directly or indirectly through a contractual relationship must be jointly responsible for working conditions and equipment in accordance with collective agreements. The aim of such laws is to prevent labour market violations such as social dumping. Social dumping occurs e.g. when collective agreements are violated and the rights status of the workers is weak.
Self-employed artists in the performing arts and films are not protected by collective agreements unless they are temporarily employed by arts instututions. Therefore their bargaining position is weak, and the situational difference is great. Contracting is a common form of employment and there is no continuity of work, which creates financial insecurity and weakens the collection of rights.
Public financial support is a fundamental prerequisite in the performing arts and films and therefore the chain starts with the public sector. In the performing arts, the government issues different standards for the same jobs, done by the same people, with the same university education. In films, the public sector provides financial support in many ways to an industry that has no collective agreements to support it.
In order to gain a clearer view of the subject, interviews were conducted with various stakeholders and a questionnaire was submitted to artists in order to get their assessment of the working environment and whether chain responsibility could have an effect there.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
HrafnhildurTheodorsdottir_BA_lokaverk.docx.pdf | 2.8 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Verkefnið má afrita í einu eintaki til einkanota án sérstaks leyfis höfundar.