is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4634

Titill: 
  • Almannaréttur til veiða á villtum fuglum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um almannarétt til veiða á villtum fuglum. Meginmarkið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir þeim réttarreglum sem nú gilda um almannarétt til fuglaveiða og skýra frá þeim takmörkunum sem þessi veiðiréttur sætir. Í fyrstu köflum ritgerðar er farið yfir flokkun lands eftir eignarhaldi auk helstu atriði eignarréttar yfir landi. Umfjöllun veiðiréttar hefst í fjórða kafla þar sem ágrip réttarsögulegrar þróunar veiðiréttar er fyrst rakið og í fimmta kafla er síðan leitast við að skýra með fullnægjandi hætti þær réttarreglur sem nú gilda um veiðirétt á villtum fuglum samkvæmt ákvæðum laga nr. 64/1994 um vernd, veiðar og friðun á villtum fuglum og spendýrum. Veiðiréttur innan þjóðlendna er tekinn til sérstakrar umfjöllunar í sjötta kafla og leitað svara við því að hve miklu leyti almannaréttur til fuglaveiða gildir innan þjóðlendna, sbr. ákvæði laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Sjöundi kafli fjallar um helstu takmarkanir sem veiðiréttur sætir á grundvelli náttúruverndar og er um þær stjórnvaldsheimildir fjallað sem vægi hafa varðandi takmarkanir á almannarétti til veiða. Að síðustu er gerð grein fyrir þeim niðurstöðum ritgerðarinnar hver sé núgildandi almannaréttur til veiða á villtum fuglum og hvaða takmörkunum þessi réttur sætir.

Samþykkt: 
  • 14.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kjartan_Thor_Ragnarsson_BA_2010.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna