Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46341
Meginmarkmiðið með rannsókn þessari er að varpa ljósi á áhrifavalda ungmenna þegar kemur að framhaldsskólavali, þar sem vægi mæðra verður sérstaklega til skoðunar. Hafa mæður meiri áhrif á börn sín m.t.t. framhaldsskólavistar heldur en t.d. feður? Hversu miklir áhrifavaldar eru mæður gagnvart börnum sínum þegar kemur að því að velja framhaldsskóla? Hafa mæður sterkar skoðanir á því hvert börnin þeirra fara í nám og hvaða þættir skipta þar máli? Þetta eru á meðal spurninga sem rannsóknin leggur áherslu á að skoða. Niðurstöður byggja á eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum og gögnum úr viðhorfskönnunum sem Tækniskólinn hefur lagt fyrir nýnema skólans á síðastliðnum árum. Mæður barna sem eru í framhaldsskóla, eða barna sem lokið hafa námi úr framhaldsskóla, tóku þátt í eigindlega hluta rannsóknarinnar. Einnig voru nýnemar úr þremur mismunandi framhaldsskólum teknir í viðtal og viðhorf þeirra til efnisins rýnd. Aukinheldur var spurningakönnun lögð fyrir foreldra barna sem lokið hafa námi eða eru við nám í framhaldsskóla.
Rannsóknin gefur ágæta innsýn í námsval ungmenna og vægið sem mæður hafa á þá ákvörðun. Viðhorf nemenda er skýrt, sem og mæðranna, auk þess sem mæður frekar en feður virðast taka það verkefni meira að sér að ræða við börn sín um framhaldsskólavist. Og hvort sem slík ábyrgð sé einfaldlega hluti af þriðju vaktinni, sem rannsóknir sýna að lendi frekar á mæðrum, þá eru gögnin úr þessari rannsókn vonandi efniviður til frekari rannsókna um málefnið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ólafur_Sveinn_Jóhannesson_BA_lokaverk.pdf | 1,17 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.