Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46342
Í mars 2022 var skipaður starfshópur um sameiningu héraðsdómstólanna vegna ábendinga Ríkisendurskoðunar um að sameining héraðsdómstólanna væri skilvirkasta og árangursríkasta leiðin til að auka samræmingu innan dómskerfisins.
Höfundur var, sem dómritari og almennur starfsmaður, tilnefnd í samráðshóp vegna þessara hugmynda og í framhaldi af þeirri vinnu vaknaði sú spurning hjá höfundi hvort samráðshópar af þessu tagi væru sýndarmennska eða hvort raunverulega væri ætlunin að hlusta á raddir sem flestra.
Í ritgerð þessari er farið yfir tilurð héraðsdómstólanna, hvers vegna þeir voru stofnaðir, lög um þá og umsagnir í tengslum við stofnun þeirra. Einnig skoðar höfundur þær lagabreytingar sem gerðar hafa verið og hafa haft áhrif á starfsemi héraðsdómstólanna og umsagnir við þær breytingar ásamt öðrum frumvörpum sem lögð hafa verið fram en ekki orðið að lögum af ýmsum ástæðum.
Þau gögn sem höfundur skoðaði voru fyrst og fremst gögn frá Alþingi, ráðuneytum og Ríkisendurskoðun auk hugtaksins breytingastjórnun og kenninga um breytingastjórnun í tengslum við sameiningar. Einnig gerði höfundur megindlega rannsókn sem send var á starfsmenn þriggja sameinaðra ríkisstofnanna og kemur fram í svörum starfsmanna hversu misjöfn upplifun þeirra var af sameiningarferlinu.
Í lokin eru þessar upplýsingar dregnar saman og vonar höfundur að þær megi verða til ábendinga þannig að þau sem koma að sameiningu ríkisstofnanna séu markmiðin ljós og leiðirnar til að ná markmiðunum.
In March 2022 a working group of the unification of the District Courts was appointed due to the recommendations of The Icelandic National Audit Office (INAO) that the unification of the District Courts is the most efficient and effective way to increase coordination within the judicial system.
The author was, as a register and general employee, in a consultation group. As a result of that work, the question arose whether with the author if consultation groups of this kind were sham or not, was the plan to listen to the voices of the employees.
The author reviews the origin of the District Courts, why they were established, laws about them and comments related to the establishment. The author also looked at the legal changes that have been made and have affected the activities of the District Courts. The data that the author examined were primarily data from Alþingi, ministries and INAO as well as the concept of change management and theories in relation to mergers.
The author also conducted a quantitative study that was sent to the employees of three merged government agencies, and it´s revealed in the employee´s answers how different their experience was of the merger process.
At the end, this information is summarized and the author hopes that it can become suggestions so that those who come to the merger of the government agencies are clear about the goals and the means to achieve the goals.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
IngibjorgELStefansdottir_BA_lokaverk.pdf | 4.41 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.