is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46344

Titill: 
  • Félagsheimili nútímans, tilviksrannsókn um Hlégarð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hvert er hlutverk félagsheimila í nútímasamfélagi? Markmiðið með þessum skrifum var að svara þeirri spurningu. Til að svara spurningunni var rýnt í fræðitexta um félagsheimili í gegnum tíðina ásamt rannsóknum sem tengjast viðfangsefninu. Til að öðlast skilning á starfsemi félagsheimila í nútímanum framkvæmdi höfundur megindlega tilviksrannsókn á félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ ásamt því að taka óformlegt viðtal við viðburðastjóra Hlégarðs. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á skoðanir íbúa Mosfellsbæjar á starfsemi Hlégarðs og hlutverki félagsheimilisins í dag.
    Niðurstöður leiddu í ljós fjölbreyttar skoðanir þátttakenda sem skiptust að mestu leyti upp eftir aldri. Þær ályktanir sem hægt var að draga út frá niðurstöðunum eru að Mosfellingar séu hlynntir því að bærinn komi að rekstri félagsheimilisins og að eftirspurn er eftir fjölbreyttri starfsemi í húsinu. Svo virðist sem hlutverk Hlégarðs eins og það birtist í dag sé sambland af rekstrarfyrirkomulaginu sem var við lýði síðustu 25 árin og þeirri starfsemi sem þekktist í félagsheimilum á árum áður. Þátttakendur rannsóknarinnar voru sammála um að hlutverk hússins sé að halda reglulega viðburði og skemmtanir en einnig að veita auðvelt aðgengi fyrir einstaklinga og samfélagshópa til að nota húsið. Starfsemi sem ýtir undir félagslega samheldni á borð við t.d. námskeið, kynningar, umræðuhittinga eða vinnustofur var einnig hluti af hlutverki Hlégarðs að mati þátttakenda. Þá var einnig skýr afstaða á meðal þátttakenda um rekstrarform Hlégarðs sem sýndi að afgerandi meirihluti er hlynntur því að Mosfellsbær sjái um rekstur og starfsemi hússins með beinum eða óbeinum hætti. Þessar niðurstöður benda til þess að félagsheimili í nútímasamfélagi þjóni því hlutverki að bjóða upp á viðburði ásamt því að vera aðgengilegt fyrir stofnanir innan bæjarins, sem og samfélagshópa og einstaklinga. Hlutverk félagsheimila hefur þróast á síðustu 100 árum enda mikið búið að gerast í samfélagslegri þróun á því tímabili. Ljóst er að félagsheimili á borð við Hlégarð hafa enn þá vægi og mögulega er það meira en fólk gerir sér grein fyrir.

Samþykkt: 
  • 16.2.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46344


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ValurThorsteinsson_BA_lokaverk.pdf2,29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.