is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46351

Titill: 
  • Heimaspítali : hver er reynsla og viðhorf fagaðila til bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur:
    Í ljósi þess að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast, hlutfall
    aldraðra að hækka og að öldrun getur  ýtt undir versnandi heilsufar er
    nauðsynlegt að mæta þörfum þessa aldurshóps og huga að breyttum áherslum
    í heilbrigðiskerfinu.  Ein leið til þess er einstaklingsmiðuð samfelld
    bráðaþjónusta, svokallað  bráðavitjanateymi heimaspítalans (hér eftir talað um heimaspítala) þar sem mismunandi heilbrigðisstarfsfólk veitir hinum veika einstaklingi tímabundna, bráða umönnun heima sem annars myndi krefjast bráðrar sjúkrahússinnlagnar eða komu á bráðamóttöku. Tilgangur rannsóknarinnar var að kynnast reynslu og viðhorfum fagaðila, sem koma til með að vinna við heimaspítala Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), til bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa og auka þannig þekkingu á þessum þáttum.  
      
    Aðferð:  
    Rannsóknaraðferðin var eigindleg. Tilgangsúrtak var notað og voru
    þátttakendur 14 í þrem rýnihópum, tekið var eitt viðtal við hvern hóp.
    Þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar, heimilislæknar og sjúkraflutningafólk við HSU, sem sinnt hafa öldruðum í heimahúsum, heilsugæslu eða á bráðamóttöku. Gögnum var safnað með viðtölum við rýnihópana og aðferð til gagnagreininga var eigindleg, aðleiðandi innihaldsgreining.  
      
    Niðurstöður:  
    Heildarniðurstöður rannsóknarinnar birtust í aðalþemanu; Heimaspítali; breytt heilbrigðisþjónusta sem kallar á aðkomu ættingja, samvinnu
    heilbrigðisstarfsfólks, skýrra verkferla og öruggan mannafla. Niðurstöðurnar voru greindar í þrjú meginþemu; a) skjólstæðingahópur heimaspítala og umönnunaraðilar þeirra, b) menntun, reynsla og undirbúningur fagfólks við heimaspítalann og c) skipulag, rekstur og þjónusta heimaspítalans.  

    Ályktun:  
    Þátttakendur töldu þörfina fyrir heimaspítala vera til staðar og að hann gæti skilað ávinningi ef rétt er staðið að honum. Undirbúa þarf stofnun heimaspítala vel þar sem settir eru fram skýrir verkferlar sem taka til leiðbeininga um skjólstæðingahópinn, hvernig vinnu með aðstandendum skuli háttað,
    menntun, reynslu og samvinnu fagfólks og öruggs mannafla. 
      
    Lykilorð: Eldra fólk, heimaspítali, rýnihópar, aðleiðandi innihaldsgreining, breytingar á aldurssamsetningu.    

  • Útdráttur er á ensku

    Background:
    Age composition within the Icelandic population is changing. In view of
    increased number of older people, where aging can cause deteriorating state of health, it is essential to meet the needs of this age group and review the priorities of the health care system. Home Hospital Emergency Team (hereafter, “home hospital”) is a method that provides individualized, continuous emergency care by a team of various healthcare professionals.
    They provide temporary emergency care at the patient’s home, which would
    otherwise require urgent hospitalization or a visit to emergency room. The research purpose was to analyze the experiences and viewpoint of home hospital healthcare professionals of the Healthcare Institution of South Iceland (HSU), towards emergency care outside hospitals and thus increase knowledge in the field.

    Method:
    The research method was qualitative. Three focus groups, a total of fourteen participants, were chosen by purposive sampling and interviewed once per group. The focus groups were made up of Registered Nurses (RNs), General Practitioners (GPs) and Emergency Medical Technicians (EMTs) at HSU who had cared for older people at their homes, in health care centers or the emergency room. Data analysis method was qualitative, inductive content analysis.
    Results:
    The overall results of the study appeared in the main theme: Home Hospital; Adjusted Healthcare that Calls for Involvement of Relatives, Cooperation of Healthcare Professionals, Clear Work Process and Secure Manpower. The results were analyzed into three main themes: a) home hospital patient group and their caregivers, b) education, experience, and preparation of professionals at the home hospital and c) organization, operation, and services of the home hospital.
    Conclusion:
    The participants believed that home hospital was needed. However, the
    establishment and implementation had to be considered and carefully
    prepared. Where clear procedures, including guidelines for the patient group, communication with relatives, cooperation between professionals and how to secure manpower, were released.
    Key Words
    Older people, home hospital, focus groups, inductive content analysis, age composition.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 16.02.2027
Samþykkt: 
  • 22.2.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46351


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman - Ágrip.pdf109,71 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Skemman - Abstract .pdf87,07 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Lokaeintak meistararitgerðar - Anna Margrét Magnúsdóttir PDF.pdf1,11 MBLokaður til...16.02.2027HeildartextiPDF
Skemman - Efnisyfirlit.pdf175,3 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Skemman - Heimildaskrá.pdf208,55 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna