is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46352

Titill: 
 • Meðferðarsvörun : erfið reynsla í æsku og verkjameðferð
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Verkir eru algengasta ástæða þess að fólk leitar læknis og árangur meðferðar við þeim er oft óásættanlegur. Áföll í æsku (ACE) eru algeng og rannsóknir sýna að langvinnir verkir eru ein algengasta afleiðing þeirra og að verkjameðferð nýtist þessum hópi verr en öðrum. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu kvenna, sem hafa upplifað endurtekin áföll í æsku, af þverfaglegri verkjaendurhæfingu.
  Efniviður og aðferðir: Túlkandi fyrirbærafræði með einu til tveimur viðtölum, tíu tilfellarannsóknir með þátttakendum sem allir voru með þrjú eða fleiri ACE stig og höfðu farið í þverfaglega verkjaendurhæfingu, samtals 17 viðtöl.
  Niðurstöður: Allir þátttakendur áttu það sameiginlegt að hafa búið á streituvaldandi heimili í æsku sem einkenndist af drykkju, ofbeldi eða geðveiki og allir þátttakendur lifa í dag við fjölbreyttan heilsufarsvanda. Það sem einkenndi þátttakendur sem ekki svöruðu meðferð var ofvirkjað streitukerfi, að hafa ekki verið spurð út í áföll og þekkingarleysi á áhrifum áfalla, ásamt stuðningsleysi fjölskyldu, nærumhverfis og heilbrigðisstarfsmanna. Þátttakendur sem svöruðu meðferð áttu hjálpleg áhugamál og höfðu tileinkað sér leiðir til streitustjórnunar, höfðu þroskað öryggiskerfi og skildu tengsl áfalla og heilsufarslegra afleiðinga. Þær höfðu skilning fjölskyldu og nærumhverfis og verndandi persónuleikaþætti eins og seiglu og æðruleysi.
  Ályktun: Að koma böndum á skaðlega langvarandi streitu, spyrja fólk um áföll í æsku, veita fræðslu um afleiðingar áfalla á heilsu þeirra og vellíðan, ásamt því að gæta þess að þessi hópur mæti skilningi og stuðningi innan heilbrigðiskerfisins gæti átt þátt í að auka líkur á svörun við þverfaglegri verkjameðferð.
  Lykilorð (4-6): áföll í æsku, langvinnir verkir, þverfagleg verkjaendurhæfing, afleiðingar áfalla

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Pain is the main reason why people seek medical
  assistance and pain treatment, and rehabilitation outcomes are often
  unsatisfactory. Adverse childhood experiences (ACEs) are common,
  and chronic pain is one of the most common consequence of ACEs.
  Moreover, pain treatment shows worse outcome for those with ACEs
  than others. The purpose of this study is to examine the experiences of
  women with ACEs of interdisciplinary pain rehabilitation.
  Method: Interpretive phenomenology with ten case studies of
  participants whom had three or more ACEs and had undergone
  multidisciplinary chronic pain treatment, 17 interviews total.
  Results: All participants lived in a stressful home as children,
  characterized by drinking, violence and psychiatric illness. They all have
  a variety of health problems as adults. The group that did not respond
  to pain treatment had an overactive stress system, had not been asked
  about ACEs and didn‘t know their effect on future health, and had
  neither the support of family, social environment, nor healthcare
  iv
  professionals. The group that responded to treatment have helpful
  hobbies and successful ways to manage stress, had been asked about
  ACEs and understand the context of trauma and health problems, have
  an understanding family and social environment and have protective
  personality traits such as resilience and serenity.
  Conclusion: Addressing chronic harmful stress, asking people about
  ACEs, educating them on the consequences of trauma on their overall
  health and wellbeing, and preventing retraumatization within the
  healthcare system could play a role in increasing interdisciplinary pain
  rehabilitation response.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 14.02.2025
Samþykkt: 
 • 22.2.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/46352


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FBP Master.pdf1.33 MBLokaður til...14.02.2025PDF