is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46353

Titill: 
 • Áhrif fiskiroðs á gróanda húðtökusvæða : forrannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif fiskiroðs á gróanda húðtökusvæða hvað varðar hraða gróanda, sýkingar, verki og kláða.
  Aðferð: Framskyggn slembuð íhlutunar forrannsókn. Þýðið voru allir á Íslandi 18 ára og eldri sem fóru í húðágræðslu frá september 2022 til maí 2023 og var hverjum þátttakanda fylgt eftir í 14 daga. Útilokandi þættir voru: brunaáverki meiri en 10% af líkamsyfirborði, ónæmisbælandi lyf, meira en 10 mg af sterum á sólahring og fiskiofnæmi.
  Niðurstöður: Alls tóku 16 einstaklingar þátt í forrannsókninni. Þeim var slembiskipt í tvo hópa, íhlutunarhóp sem fékk fiskiroð (n=8) á húðtökusvæðið og samanburðarhóp sem fékk gataða Tegaderm® filmu (n= 8). Meðalaldur var 70 ár (spönn 37-90). Ástæður fyrir húðflutningi voru krabbamein (n=8), slys (n=7) og sýking í kjölfar aðgerðar (n=1). Sex þátttakendur af 16 gréru á tveimur vikum. Allir voru með einn eða fleiri letjandi þætti sem geta haft áhrif á gróanda. Algengustu áhrifaþættir voru: aldur, krabbamein og blóðþynning. Af þeim sex sem gréru voru fjórir með fiskiroð og voru þeir með fleiri letjandi þætti en þeir sem gréru með filmu. Einn þátttakandi með filmu fékk sýkingu í húðtökusvæði. Meðaltal verkja þeirra sem voru með filmu var hærra (M=1,7) en þeirra sem voru með fiskiroð (M=0,6). Ekki var hægt að greina mun á kláða eftir tegundum umbúða.
  Ályktun: Mikilvægt er að þeir sjúklingar sem þurfa á húðflutningi að halda fái einstaklingsbundna þjónustu og fái þannig réttar umbúðir sem henta þeim. Umbúðir úr fiskiroði virðast vera góður meðferðarkostur fyrir viðkvæma hópa. Huga verður að þeim þáttum sem geta haft letjandi áhrif á gróanda húðtökusvæða og reyna að koma í veg fyrir fylgikvilla. Þörf er á að framkvæma stærri rannsókn til að geta metið betur áhrif fiskiroðs á gróanda húðtökusvæða m.a. með stærra úrtaki og lengra rannsóknartímabili.

 • Útdráttur er á ensku

  Aim: Study how fish skin impacts wound healing regarding time of healing, infections, pain, and itching.
  Method: The pilot study method was prospective, randomized, controlled trial. The study population was everyone in Iceland 18 years of age and older that had a split thickness skin transplant from September 2022 through May 2023. Participants were observed for 14 days following their procedure.
  Excluded participants were: those with burn wounds covering more than 10% of body surface, those using immunosuppressants or more than 10 mg of steroids every day and those with fish allergies.
  Results: Sixteen participated in the study and were randomized into two groups. The experimental group (n=8) was treated with fish skin dressings and the control group with a punctured Tegaderm® film (n=8). The average age of participants was 70 (range 37-90). Participant’s reasons for transplant were cancer (n=8), accidents (n=7) and infection after an operation (n=1). Six wounds fully healed in two weeks. All participants had one or more conditions that can impact wound healing negatively. Most common were age, cancer, and anticoagulation. Four of the six wounds that healed were treated with fish skin and they had more negative factors than the two participant’s wounds that healed with film dressings. One participant treated with film developed an infection. Average pain for participants with film dressings was higher (M=1,7) compared to those with fish skin dressings (M=0,6). Discomfort due to itching wasn‘t noticibly different between the two groups.
  Conclusion: Its important patients receive treatment tailored to their individual needs. Fish skin dressings seem to be a good choice for vulnerable groups, but attention must be paid to conditions that suppress wound healing and attempt to prevent complication. A larger study is needed over a lengthier period and more participants to better assess fish skin’s impact on wound healing.

Styrktaraðili: 
 • Samtökum um sárameðferð á Íslandi (SUMS), Minningarsjóður Maríu Finnsdóttur, Minningarsjóður Adolfs Hjartarsonar, Kerecis og Rekstrarvörur.
Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til 17.02.2028
Samþykkt: 
 • 22.2.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/46353


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Berglind Ólöf Sigurvinsdóttir PDF.pdf7.1 MBLokaður til...17.02.2028HeildartextiPDF
Efnisyfirlit.pdf171.18 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá .pdf117.65 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Viðaukar.pdf6.41 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna