is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46356

Titill: 
 • ,,Ég lærði mjög snemma að ég væri einskis virði“ : reynsla karlmanna af vímuefnavanda, sjálfsvígshugsunum og tilraunum til sjálfsvígs
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sjálfsvíg og vímuefnaneysla er lýðheilsuvandi um allan heim. Sjálfsvíg eru í 17. sæti á heimsvísu yfir algengustu dánarorsakir og fjórða algengasta dánarorsök karlmanna á aldursbilinu 15-29 ára. Áhættuþættir sjálfsvíga eru t.a.m. vímuefnaneysla, áföll og geðrænir þættir. Áföll auka líkur á vímuefnaneyslu, sem er eitt af neikvæðum bjargráðum andlegrar vanlíðanar. Tilgangur rannsóknar var að kanna reynslu karlmanna með vímuefnavanda, sem glímt hafa við sjálfsvígshugsanir og/eða gert tilraunir til sjálfsvígs, til að auka skilning og þekkingu á fyrirbærinu. Rannsóknin var eigindleg, notað var Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru átta karlmenn sem höfðu misnotað vímuefni, höfðu reynslu af sjálfsvígshugsunum og/eða tilraunum til sjálfsvíga. Tekin voru eitt til tvö viðtöl við alla þátttakendur, 11 viðtöl í heildina. Rannsóknin leiddi í ljós að áföll og skaðleg reynsla frá barnæsku hafði áhrif á andlega líðan karlanna og notuðu þeir vímuefni til að draga úr vanlíðaninni. Nokkrir höfðu glímt við sjálfsvígshugsanir frá barnæsku. Flestir töldu að meðferðarúrræði gætu verið betri, biðlistar væru of langir, sérfræðiaðstoð væri dýr og þeir voru ósáttir við lélega eftirfylgni eftir útskrift. Niðurstöðum var skipt í fjögur meginþemu, áföll og erfiðar upplifanir, vímuefnaneyslu, upplifun af sjálfsvígshugsunum og tilraunum til sjálfsvígs og úrræði. Geðheilbrigðiskerfið virðist ekki mæta þörfum þátttakenda rannsóknarinnar og bæta þarf meðferðarúrræði á Íslandi fyrir þennan hóp til að gera það með fullnægjandi hætti. Samfélagið þarf að bregðast margvíslega við þessum málaflokki, út frá reynslu þátttakendanna, Mikilvægt er að efla enn frekar forvarnir og heilsueflingu. Auka þarf íhlutun í æsku og bjóða upp á aukna þjónustu sem gæti dregið úr algengi vímuefnaneyslu og tengdra sjálfsvíga. Auka þarf skilning og þekkingu fagfólks og samfélagsins varðandi sterk tengsl vímuefnaneyslu og sjálfsvígshugsana. Hafa þarf í huga að vímuefnaneysla byrjar oft sem aðferð til að takast á við streitu og áföll.
  Lykilorð: Áföll, erfiðar upplifanir, fyrirbærafræði, geðheilsa, meðferðarúrræði, sjálfsvíg, sjálfsvígstilraunir, Vancouver-skólinn, vímuefnaneysla, vímuefnavandi.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Suicide and substance use disorders (SUDs) are a worldwide public health problem. Suicide is the 17th leading cause of death globally and the fourth leading cause of death for men aged 15-29. Risk factors for suicide include SUDs, trauma and various psychiatric factors. Trauma increases the likelihood of drug use, as they are at times used as a coping mechanism for mental distress. The purpose was to examine men's experiences with SUDs and suicidal thoughts/attempts to increase understanding and knowledge of this phenomenon. The research method was the Vancouver School of Phenomenonology. Interviews with eight participants who had abused drugs and experienced suicidal thoughts/suicide attempts were conducted. Results show that trauma from childhood affected the mental well-being of the participants and that drugs were used as a coping mechanism. They experienced that treatment options could be improved, waiting lists were too long, and specialist assistance was costly and dysfunctional. Results were divided into four main themes, trauma and challenging experiences, use of substances, experience of suicidal thoughts and attempts and resources. Conclusions: The current mental health system does not seem to meet the needs of the participants of the study, treatment options in Iceland for this group may need to be improved to do so adequately. Society needs to respond diversely to this issue, its crucial to further strengthen prevention and health promotion for this group. There is a need to increase early childhood iv interventions, offer more services, which could reduce the prevalence of drug use and related suicides. The understanding and knowledge of professionals and society must increase regarding the strong relationship between SUDs and suicidality. Keeping in mind that SDUs often starts out as a coping mechanisms to deal with stress and trauma.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til 12.02.2025
Samþykkt: 
 • 22.2.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/46356


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni Þórdís Marteinsdóttir.pdf1.37 MBLokaður til...12.02.2025HeildartextiPDF
Efnisyfirlit.pdf34.98 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf179.85 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Viðaukar.pdf612.12 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna