Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46357
Epilepsy is a multifaced neurological disorder affecting 50 million people globally. There is a bidirectional relationship between epilepsy and sleep. Findings implicate that sleep is fundamental for memory consolidation, mental health and mood, and many more bodily functions. Sleep disturbances, depression, and memory impairments are all commonly experienced among epilepsy patients. Two studies were conducted: The first study aimed to see if slow-wave sleep and power spectra of slow-wave sleep were linked to depressive symptoms in patients with epilepsy. The second study aimed to see if verbal, procedural, and episodic memory is related to the duration and spectral characteristics of slow-wave sleep. From a sample of 106 patients, 77 patients 18 years and older admitted to the Epilepsy Monitoring Unit in Salzburg, Austria, took part in the first study. Forty patients 18 years and older from the same sample participated in the second study. Results indicate that a shorter duration of slow-wave sleep is linked to elevated depression symptoms, while a longer duration is linked to lower depression scores in patients with epilepsy. Findings furthermore indicate that seizures, especially tonic-clonic seizures, are linked with worse memory performance. Epilepsy duration of 10 years is, likewise, negatively associated with worsening memory performance. There is also an association between alpha-band power in slow-wave sleep and memory retention. Addressing these issues in the treatment and care of epilepsy is important and may contribute to improving their overall health and well-being.
Flogaveiki (e. epilepsy) er fjölþættur taugasjúkdómur sem hefur áhrif á 50 milljónir manna á heimsvísu. Það er flókið samspil á milli flogaveiki og svefns Niðurstöður rannsókna benda til þess að svefn sé mikilvægur fyrir minnisfestingu (e. memory consoladation), geðheilsu og skap ásamt fleiri þáttum. Svefntruflanir, þunglyndi og minnisskerðing er algengt vandamál hjá flogaveikum. Tvær rannsóknir voru gerðar: Markmið fyrstu rannsóknar var að sjá hvort hægbylgjusvefn ( e. slow wave sleep) og aflróf (e. power spectra) djúpsvefns hefði áhrif á þunglyndiseinkenni hjá flogaveikum. Markmið seinni rannsóknar var að sjá hvort munnlegt (e. verbal), aðferðar (e. procedural), og atburðar (e. episodic) minni tengist lengd (e. duration) og aflrófs hægbylgjusvefns. Úr úrtaki 106 þátttakanda, tóku 77 þátttakendur, 18 ára og eldri sem voru lagðir inn á Epilepsy Monitoring Unit í Salzburg, Austuríki þátt í fyrstu rannsókn. 40 þátttakendur, 18 ára og eldri úr sama úrtaki tóku þátt í seinni rannsókn. Niðurstöður benda til þess styttri hægbylgjusvefn tengist meiri þunglyndiseinkennum, meðan lengri hægbylgjusvefn tengist minni þunglyndiseinkennum hjá flogaveikum. Niðurstöður benda ennfremur til þess að flog, og þá sérstaklega tonic-clonic flog tengjast verri minnisgetu. Tímalengd flogaveiki, til 10 ára er sömuleðis með neikvæð tengsl við verri minnisgetu. Einnig fundust tengsl á milli alfa-bands afls í hægbylgjusvefni og minnisgeymdar. Það er mikilvægt að taka þessa þætti til greina í meðferð og umönnun flogaveikra og gæti stuðlað að bættri heilsu og vellíðan.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Master's Thesis_Stefanía Guðrún Eyjólfsdóttir_HA24.pdf | 2 MB | Opinn | Skoða/Opna |