Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46361
Alþjóðlegi snyrtivöruiðnaðurinn hefur verið í miklum vexti unadanfarin ár. Vegna mikillar samkeppni sem ríkir á markaðnum sem og breytilegrar eftirspurnar neytenda, hafa fyrirtæki aukið forskot á samkeppnisaðila nái þau að stytta tímann frá vöruþróun til markaðar. Fyrirtæki á þessu sviði hafa því verið að nota tilbúna grunna í vaxandi mæli, sem gerir þeim kleift að koma vörum sínum fyrr á markað og með lægri kostnaði en ella. Markmið rannsóknarinnar sneri að þróun og tilraunaframleiðslu á kremgrunni útbúnum úr efnum af náttúrulegum uppruna og einnig viðeigandi prófunum, sem veita innsýn inn í gæði afurðarinnar. Strax eftir framleiðslu sýndi afurðin fram á ákjósanlega eiginleika hvað varðar útlit og áferð. Mæling á heildarfjölda örvera bendir til hreinleika hráefnanna og að framleiðsluferli hafi farið fram í samræmi við góða framleiðsluhætti (GMP). Viðbætt efni á formi vatns og olíu virtust ekki valda greinilegum óstöðugleika á afurðina eftir framkvæmd sjónmats. Nánari skoðun á dropastærð, bendir þó til þess að viðbætt olía veldur myndun á nokkrum stærri dropum dreifða fasans. Þegar á heildina er litið gefa niðurstöður dýrmæta innsýn inn í gæði kremgrunnsins og eiginleika hans, sem í framtíðinni verða nýttar til framleiðslu á kremgrunni á iðnaðarskala.
In recent years, the global cosmetics industry has been experiencing significant growth. Due to intense competition in the market, as well as changing consumer demand, companies have an increased edge over competitors as they manage to shorten the time from product development to market. As a result, companies in this field have been increasingly relying on pre-made bases, which allows them to launch products faster and at a lower cost than if they were to develop everything from scratch. The aim of the research was the development and trial production of a cream base prepared from ingredients of natural origin. Appropriate tests were also conducted to gain an insight into the quality of the product. Immediately after production, the product demonstrated optimal properties in terms of appearance and texture. The measurements obtained using the total plate count method indicate the purity of the raw materials and that the manufacturing process was carried out in accordance with good manufacturing practices (GMP). Additives in the form of water and oil did not appear to cause any apparent destabilization of the product after performing a visual inspection. A closer examination of the droplet size, however, suggests that the added oil causes the formation of several larger droplets of the dispersed phase. This study yields valuable insights into quality and properties of the the cream base, which will be further exploited for large-scale production in the future.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni-AleksandraBorchert.pdf | 668,78 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |